fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Lögreglan skaut 13 ára pilt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 19:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður í Chicago í Bandaríkjunum skaut 13 ára pilt á miðvikudagskvöldið. Pilturinn er alvarlega særður en ástand hans er þó sagt vera stöðugt.

Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í gærkvöldi. David Brown, lögreglustjóri, sagði að lögreglumenn hefðu séð til ferða bíls sem hafði verið stolið. Þeir gáfu ökumanni merki um að stöðva aksturinn og gerði hann það. Um leið og bíllinn stöðvaðist steig pilturinn út farþegameginn og hljóp á brott.

Lögreglumenn eltu hann en náðu honum ekki. Brown sagði að þeir hefðu skotið á piltinn þegar hann snéri sér við. En það passar ekki við það sem fjölmiðlar í borginni hafa sagt en þeir hafa sagt að pilturinn hafi verið skotinn í bakið. Brown vildi ekki tjá sig um það en sagði að hann hafi orðið fyrir einu skoti.

Hann vildi frekar lítið tjá sig um málið en sagði að lögreglumennirnir fjórir, sem komu að málinu, hafi allir verið leystir frá störfum tímabundið á meðan málið er rannsakað af sérstakri eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar en hún heitir Copa.

Í tilkynningu frá Copa segir að rannsakað verði hvort vinnubrögð lögreglumannanna hafi verið í samræmi við stefnu lögreglunnar og þá þjálfun sem lögreglumenn hljóta.  Kveikt var á búkmyndavélum lögreglumannanna og Copa hefur einnig undir höndum upptöku frá þriðja aðila sem var nærstaddur. Copa segir einnig að ekkert vopn hafi fundist á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum