Síðast sást til hennar um 20 kílómetra frá heimili hennar. Móðir hennar sagði að þegar hún hafi hringt í hana hafi hún strax fengið samband við talhólf. Ekki hafi lengur verið hægt að fylgjast með ferðum hennar í gegnum símann.
Lögreglan fann bifreið hennar í bænum sama dag og tilkynnt var um hvarf hennar. Móður hennar fannst staðsetning bifreiðarinnar undarleg en hafði enga hugmynd um hvaða fréttir biðu hennar nokkrum dögum síðar og það sama átti við lögregluna sem taldi bílinn ekki tengjast hvarfi Angela á neinn hátt.
Móðir hennar sagðist hafa haft slæma tilfinningu fyrir þessu og hafi beðið lögregluna um að skoða bílinn vel og leita í honum en hún hafi ekki viljað gera það.
Lögreglan lét bílinn því standa óhreyfðan. Sex dögum eftir að tilkynnt var um hvarf Angela tilkynnti óþekktur aðili að mikinn óþef legði frá bifreiðinni. Þegar lögreglan opnaði skottið var lík Angela í því.
Dánarorsök hennar liggur ekki fyrir og lögreglan veit ekki hver myrti hana en gengið er út frá því að hún hafi verið myrt.