fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Melania er brjáluð – „Þetta er svo augljóst og ég held að Bandaríkjamenn og allir sjái þetta“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 05:54

Melania er mjög ósátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeim líkar við og líkar ekki við. Þetta er svo augljóst og ég held að Bandaríkjamenn og allir sjái þetta.“ Þetta sagði Melania Trump, fyrrum forsetafrú í Bandaríkjunum, að sögn Independent.

Orð hennar beinast að tímaritinu Vogue sem hún segir vera hlutdrægt. Ástæðan: Hún er að tímaritið hefur aldrei birt mynd af henni á forsíðu.

Fimm mánuðum eftir að Joe Biden, tók við embætti forseta, var eiginkona hans, Jill Biden, á forsíðu Vogue sem þykir meðal virtustu tímarita heims.

Kamala Harris, varaforseti Biden, prýddi forsíðuna áður en hún tók við embætti varaforseta. Hillary Clinton prýddi forsíðuna þegar hún var forsetafrú og Michelle Obama, fyrrum forsetafrú, hefur verið þrisvar sinnum á forsíðunni.

En Melania hefur aldrei verið beðin um að sitja fyrir á forsíðunni.  Með orðum sínum „líkar við og líkar ekki við“ segir Melania skýrt hvaða pólitísku stefnu hún aðhyllist að mati Vogue og segir blaðið því vera „hlutdrægt“ fyrst hún komst ekki á forsíðuna á þeim fjórum árum sem hún var forsetafrú.

En Melania, sem þykir ansi fjölmiðlafælin, segir að sem betur fer hafi hún haft nóg annað að gera: „Þetta var þeirra ákvörðun og ég hafði miklu mikilvægari verkefnum að sinna í Hvíta húsinu en að vera á forsíðu Vogue,“ sagði hún í samtali við Independent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu