Vísindamennirnir vilja að skilaboð verði „þróuð til að senda til vitsmunavera í Vetrarbrautinni“. Í þessum skilaboðum vilja þeir að meðal annarra upplýsinga verði upplýsingar um mannslíkamann.
Skilaboðin verða byggð á fyrir skilaboðum, sem hafa verið send út í geiminn, aðallega Areciboskilaboðunum sem voru send til stjörnuþyrpingarinnar M13 árið 1974.
NASA hefur sent upplýsingar um mannkynið út í geim. Má þar nefna að þegar Lucy verkefnið hófst á síðasta ári voru ljóð eftir Amanda Gorman, lög og textar eftir Bítlana og steingervingur af forföður nútímamannsins send með geimfarinu en það á að rannsaka tungl Júpíters. Voyager 1 og 2 geimförin eru með gullplötur sem myndum og hljóðum sem tengjast menningu okkar nútímamanna.
Í tillögum BITG felst að ekki verði sendar upplýsingar um menningu okkar og tungumál. Þess í stað verði einblínt á hluti sem geti betur tengst stærðfræði og eðlisfræði vitsmunavera á öðrum plánetum.
Skilaboðin eru byggð á tvíundarkerfinu, það er að segja tölunum 0 og 1, eins og er notað í tölvum. Telja vísindamennirnir að tvíundarkerfið hljóti að vera eitthvað sem öll vitsmunasamfélög nota og þekkja. CNN skýrir frá þessu.
Einnig munu skilaboðin innihalda upplýsingar um staðsetningu jarðarinnar, myndir af uppbyggingu DNA og vetnisatóms, myndrænar útskýringar á algebru og öðrum stærðfræðiaðferðum, myndum af sólkerfinu, kort af jörðinni og auðvitað teikningu af nöktum karli og konum.