fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Legsteinn með dánardegi árið 2063 vekur athygli – Engin mistök

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 22:00

Legsteinninn hefur að vonum vakið athygli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kirkjugarðinum í Odder, sem er nærri Horsens á Jótlandi í Danmörku, er legsteinn þar sem dánardagurinn er skráður 12.04.2063. Þetta hefur vakið athygli margra en samkvæmt umfjöllun danskra fjölmiðla er ekki um mistök að ræða.

Á legsteininum stendur: „Søs 12.04.1963-12.04.2063“.

Dánardagurinn er því nákvæmlega 100 árum eftir fæðinguna. Þessi sérstaka áletrun varð til þess að Horsens Folkeblad fékk erindi frá lesanda sem bað blaðið um að leysa þessa ráðgátu.

Það var gert og gat blaðið skýrt frá því að í raun og veru sé manneskja grafin þarna og að ekki sé um mistök að ræða á legsteininum.

Þetta varpaði Teddy Kriegbaum ljósi á í samtali við blaðið. Það er systir hans, Kira Petri, sem er jarðsett þarna undir nafninu SøsTeddy sagðist skilja vel að fólk sé hissa á áletruninni en það sé góð ástæða fyrir dagsetningunni. Hún er að Kira var mikill húmoristi og var „mjög ákveðin varðandi dauða sinn og útför“.

Teddy sagði að hún hafi nánast búið til handbók um hvernig útförin ætti að fara fram. Hún valdi sálmana, hvar ætti að jarða hana og hvar erfidrykkjan skyldi fara fram.

Kira laut í lægra haldi fyrir krabbameini  eftir ársbaráttu en hún lést í byrjun júní 2021. Skömmu fyrir andlátið grínaðist hún með að „hún myndi ekki deyja fyrr en hún væri orðin 100 ára,“ sagði Teddy og bætti við að þess vegna hafi hún staðið fast á því að 2063 ætti að standa sem dánarárið á legsteininum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður