Þetta kemur fram í tölum sem danska hagstofan birti í vikunni. Fram kemur að það sé aðallega verð á eldsneyti, gasi, rafmagni og matvælum sem á hlut að máli.
Ekstra Bladet hefur eftir Jeppe Juul Borre, aðalhagfræðingi Arbejdernes Landsband, að þessar hækkanir hafi mikil áhrif á heimilisbókhaldið. Í krónum talið þýði þetta að barnafjölskylda þurfi að punga um 30.000 krónum, sem svarar til um 600.000 íslenskra króna, meira út á þessu ári fyrir sömu vörur og þjónustu miðað við síðasta ár.