Blætið sem um ræðir snýst um fullorðinsbleiur. Fyrir dómi kom fram að maðurinn hafi komið að sækja börnin í skóla eitt sinn og hafi þá verið með bleiu sem var öllum sýnileg. Sagði konan að í kjölfarið hafi hún ákveðið að fara með málið fyrir dóm.
Fjölskyldudómstóll úrskurðaði á síðasta ári að maðurinn megi ekki umgangast börnin sín. Hann áfrýjaði úrskurðinum en hann var nýlega staðfestur. Dómarinn, Hillary Hannan, sagðist ekki geta séð að maðurinn vildi í raun og veru láta af blæti sínu og tengslum við aðra sem eru haldnir sama blæti. LadBible skýrir frá þessu.
Móðirin færði þau rök fyrir dómi að óhjákvæmilegt væri að börn þeirra myndu verða fyrir áhrifum af blæti mannsins.
Föðurnum finnst hann hafa hlotið ósanngjarna meðferð og sé mismunað vegna blætisins. Í samtali við The Daily Telegraph sagði hann niðurstöðuna vera „hræðilega“. Hann hafi alltaf stutt baráttu minnihlutahópa sem eru ofsóttir eða sæta mismunun fyrir það eitt að vera það sem þeir eru.
„Það sem ég geri heima hjá mér þegar börn eru ekki nærri er mitt einkamál. Þetta er einkamál sem skaðar ekki neinn,“ sagði hann.