fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Græddi hundruðir milljóna á einni nóttu en missti þær allar skömmu síðar

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 6. maí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Carpenter, karlmaður frá Derbyshire á Englandi, trúði ekki eigin augum þegar hann opnaði eignayfirlitið sitt og sá að hann hafði eignast hundruðir milljóna yfir nóttu. Carpenter hafði fjárfest í verðbréfafyrirtækinu Hargreaves Lansdown fyrir 120 þúsund pund, rúmlega 19 milljónir í íslenskum krónum.

Þegar Carpenter vaknaði þennan örlagaríka morgun og opnaði eignayfirlitið sitt sá hann að hann hafði grætt 2,6 milljónir punda, það eru um 420 milljónir í íslenskum krónum. „Ég var í sjokki, ég hugsaði bara með mér: Er þetta rétt? Ég taldi alla tölustafina til að vera alveg viss og þá sá ég hvað þetta voru margar milljónir,“ segir hann í samtali við The Sun.

Carpenter trúði ekki sínum eigin augum, þetta væri of gott til að vera satt. Því miður fyrir hann þá reyndist það vera raunin, þetta var of gott til að vera satt. Um var nefnilega að ræða villu í kerfinu, hann hafði ekki í raun og veru grætt allan þennan pening.

Sem betur fer hafði Carpenter leitað eftir frekari upplýsingum um þennan skjótfengna gróða áður en hann fór að eyða milljónunum. „Verðbréf geta farið upp og niður en þau myndu í raun aldrei taka svona miklum breytingum – eiginlega ekki einu sinni á heillri mannsævi,“ segir hann.

Rætt var við talsmann Hargreaves Lansdown um málið sem segir að villan sem um ræðir hafi ollið því að fjöldi viðskiptavina hafði fengið ranga upphæð gefna um virði veðrbréfanna. Búið er að koma þessu öllu saman í lag núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad