fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Afmælisveislan breyttist í martröð – „Ég mun aldrei gleyma þér“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 22:00

Heather Garcia - Mynd/GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heather Garcia, 29 ára gömul fimm barna móðir frá Kaliforníu, Bandaríkjunum, lét lífið í afmælisfögnuði um helgina en hún var að fagna afmæli ættingja síns í svokallaðri partýrútu.

Heather var að dansa þegar hún missti jafnvægið og datt á hurð rútunnar með þeim afleiðingum að hún opnaðist. Þegar hurðin opnaðist datt Heather úr rútunni og á hraðbraut þar sem hún varð fyrir bíl. Hún var úrskurðuð látin á staðnum.

„Ég veit ekki hvernig hurðin opnaðist, enginn veit hvernig hurðin opnaðist. Þessi hurð átti ekki að opnast,“ segir bróðir Heather í samtali við CBS LA sem fjallaði um málið.

Rafael Corral, eiginmaður Heather ræddi einnig um málið. „Þegar maður borgar fyrir þjónustu sem þessa svo maður sé ekki að keyra undir áhrifum þá býst maður við því að komast á áfangastað, að þú sért öruggur og að þú komist aftur örugglega heim því það er það sem við vorum að borga fyrir,“ segir hann.

Heather lætur eftir sig fimm börn á aldrinum 1 til 10 ára. Rafael er búinn að setja upp hópfjármögnun á GoFundMe vegna andlátsins svo hann geti séð fyrir börnunum. „Heather ég mun aldrei gleyma þér og ég mun segja börnunum hversu mikið þú elskaðir þau á hverjum einasta degi,“ skrifar hann á hópfjármögnunarsíðunni.

Hann vonaðist til þess að safna 50 þúsund dollurum eða um 6,4 milljónum í íslenskum krónum. Það hefur þó gengið vonum framar þar sem búið er að safna um 68 þúsund dollurum eða um 8,7 milljónum í íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds