fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Segist hafa skotið þrjá lögreglumenn því hann hélt að þeir væru í meðlimir í gengi

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 18:00

Mynd úr Chicago

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirheimamaður sem er grunaður um að hafa skotið þrjá lögregluþjóna á miðvikudag í stórborginni Chicago í Bandaríkjunum, segist hafa haldið að þeir væru meðlimir í óvinagengi sínu. Lögregluþjónarnir voru á ferð í ómerktum lögreglubíl, en tveir þeirra voru leynilögreglumenn. Þá er hinn 28 ára gamli Eugene Gen Gen McClaurin sagður hafa skotið að þeim.

Hann var handtekinn, og í yfirheyrslu sagðist hann hafa haldið að mennirnir væru meðlimir í óvinagengi. Þá á hann einnig að hafa játað verknaðinn.

Enginn lögreglumannanna var í bráðri hættu. Einn fékk skot í höndina, annar í búkinn og sá þriðji fékk skot sem strauk höfuð sitt.

McClaurin hefur einungis verið ákærður fyrir að skjóta einn mannanna, en búist er við því að hann verði ákærður fyrir hin morðin á næstu dögum. Hann gæti átt yfir höfði sér meira en 20 ára fangelsisdóm.

Skotárásin átti sér stað sama dag og Joe Biden Bandaríkjaforseti kom til Chicago til að ræða skotvopnaofbeldi, sem er mikið vandamál í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum