fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Segja þetta vera ný einkenni kórónuveirusmits

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 07:05

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt búið sé að bólusetja fólk gegn COVID-19 þá er ekki útilokað að það smitist af veirunni. Jákvæðu fréttirnar eru að vegna bólusetningarinnar eru yfirgnæfandi líkur á að fólk finni aðeins fyrir vægum einkennum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sem byggir á gögnum frá 1,1 milljón Breta sem skráðu sjúkdómseinkenni sín í sérstakt app. Þessi gögn hafa nú verið gefin út í ZOE Covid Symptoms Study.

Niðurstaðan er að bólusett fólk, sem smitast af veirunni, finni oftast fyrir höfuðverk, nefrennsli eða hnerra ef það smitast. Rannsakendur segja að fólk eigi að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir þessum einkennum.

„Ef þú hefur verið bólusett(ur) og byrjar að hnerra mikið án skýringa, áttu að halda þig heima og fara í sýnatöku. Þetta á sérstaklega við ef þú býrð með fólki eða vinnur með fólki sem er í sérstakri hættu á að smitast,“ segja rannsakendurnir.

Ef bólusett fólk smitast af veirunn þarf það ekki að hafa miklar áhyggjur af að veikjast alvarlega eða þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en líkurnar eru þó fyrir hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali