fbpx
Sunnudagur 18.janúar 2026
Pressan

Segja þetta vera ný einkenni kórónuveirusmits

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 07:05

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt búið sé að bólusetja fólk gegn COVID-19 þá er ekki útilokað að það smitist af veirunni. Jákvæðu fréttirnar eru að vegna bólusetningarinnar eru yfirgnæfandi líkur á að fólk finni aðeins fyrir vægum einkennum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sem byggir á gögnum frá 1,1 milljón Breta sem skráðu sjúkdómseinkenni sín í sérstakt app. Þessi gögn hafa nú verið gefin út í ZOE Covid Symptoms Study.

Niðurstaðan er að bólusett fólk, sem smitast af veirunni, finni oftast fyrir höfuðverk, nefrennsli eða hnerra ef það smitast. Rannsakendur segja að fólk eigi að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir þessum einkennum.

„Ef þú hefur verið bólusett(ur) og byrjar að hnerra mikið án skýringa, áttu að halda þig heima og fara í sýnatöku. Þetta á sérstaklega við ef þú býrð með fólki eða vinnur með fólki sem er í sérstakri hættu á að smitast,“ segja rannsakendurnir.

Ef bólusett fólk smitast af veirunn þarf það ekki að hafa miklar áhyggjur af að veikjast alvarlega eða þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en líkurnar eru þó fyrir hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelsérfræðingar: Þetta eru herbergisnúmer sem ætti að forðast ef dvölin á að vera friðsæl

Hótelsérfræðingar: Þetta eru herbergisnúmer sem ætti að forðast ef dvölin á að vera friðsæl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn

Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagður hafa sett á svið ótrúlega atburðarás til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef

Sagður hafa sett á svið ótrúlega atburðarás til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef
Pressan
Fyrir 3 dögum

Apple tekur fram úr Samsung

Apple tekur fram úr Samsung
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu