fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Tinder-stefnumót breyttist í martröð – Nauðgun og stunga í háls

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinder-stefnumót sem fór fram í New York-borg í síðustu viku endaði með ósköpum. Þar á maður að hafa nauðgað konu sem er sökuð um að bregðast við með því að stinga hann í hálsinn og stela veskinu hans. New York Post greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í íbúð konunnar í Manhattan, en maðurinn Milos Maglich, 29 ára, hefur verið handtekinn og kærður fyrir kynferðisbrot. Konan á að hafa margneitað honum um að stunda endaþarmsmök, og hann hótað því að nauðga henni. Síðan hafi hann ráðist á og nauðgað konunni, sem hafi stungið hann í sjálfsvörn.

Maglich heldur því fram að hann sé fórnarlambið, en ekki konan. Verjandi hans sagði hann neita sök. „Kærandinn stakk skjólstæðing minn í hálsinn og stal eigum hans.“ Hann gaf lögreglu skýrslu varðandi meint brot konunnar, en kvörtunum hans var vísað frá.

Er Maglich gekk úr réttarsal á laugardag spurði blaðamaður hann hvernig „Tinder-deitið“ hefði gengið. Hann svarði: „Já ég var stunginn í hálsinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali