fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Heimildarmynd um Woody Allen – Misnotaði hann dóttur sína kynferðislega?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 07:40

Woody Allen. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er bandaríski leikstjórinn Woody Allen barnaníðingur sem misnotaði dóttur sína kynferðislega? Þetta er spurningin sem hefur loðað við Allen árum saman. Reynt verður að svara þessari spurningu í heimildarmynd um þennan 85 ára kvikmyndaleikstjóra sem verður tekin til sýninga hjá streymisveitunni HBO þann 21. febrúar.

Í heimildarmyndinni, sem er í fjórum hlutum, verður reynt að svara því hvort Allen hafi misnotað ættleidda dóttur sína, Dylan Farrow, þegar hún var sjö ára. People og Deadline skýra frá þessu. Heimildarmyndin hefur fengið titilinn „Allen v. Farrow“ og vísar þar til deilna Woody Allen við fyrrum sambýliskonu sína, Mia Farrow.

Í heimildarmyndinni er reynt að komast að sögunni að baki ásakananna um að Allen hafi beitt Dylan Farrow kynferðislegu ofbeldi þegar hann bjó með Mia Farrow. Einnig verður reynt að varpa ljósi á skyndileg endalok sambands Allen og Farrow þegar hann hóf ástarsamband við aðra ættleidda dóttur Farrow, Soon-Yi Previn, þegar hún var 21 árs. „Hver gæti hafa trúað þessu um Woody Allen,“ segir Mia Farrow í stiklunni fyrir myndina.

Allen yfirgaf Farrow 1992 og hóf sambúð með Soon-Yi Previn. Síðan þá hafa Farrow og Allen deilt harkalega. Það var eftir að hann sleit sambandinu við Farrow að hún setti í fyrsta sinn fram ásakanir um að hann hefði beitt ættleidda dóttur þeirra, Dylan, kynferðislegu ofbeldi þegar hún var sjö ára.

„Það er alveg sama hvað fólk heldur að það viti, þetta er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Dylan Farrow í stiklu myndarinnar.

Auk Mia og Dylan Farrow kemur Ronan Farrow, sonur Mia Farrow og Woody Allen, fram í myndinni. Einnig verða sýndar áður óbirtar upptökur af heimili Farrow og Allen á meðan þau bjuggu saman. Woody Allen kemur ekki fram í myndinni og það gerir Soon-Yi Previn heldur ekki. Hún og Allen eru gift og eiga tvö börn saman. Hún er fimmtug og hann 85 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi