fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Lögreglan leitar að djörfum kryddþjófum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 20:00

Þjófarnir að verki. Mynd:Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lundúnalögreglan leitar nú að tveimur djörfum kryddþjófum sem brutust inn í vöruhús í Lundúnum og stálu dýru kryddi. Um er að ræða safran sem er mjög dýrt en kílóverðið á því er hærra en kílóverðið á gulli.

Þetta vissu þjófarnir greinilega en þeir brutust nýlega inn í vöruhús í austurhluta Lundúna og stálu tíu kílóum af safran.

„Safran er dýrara en gull og þessi þjófar stálu miklu magni frá fyrirtækinu,“ er haft eftir lögreglumanninum Laura Mills í fréttatilkynningu.

Þeir vissu hvar kryddið var geymt. Mynd:Lundúnalögreglan

Lögreglan telur að verðmæti kryddsins, sem þjófarnir stálu, sé um 50.000 pund en það svarar til um 8,5 milljóna íslenskra króna.

Innbrotið var framið á milli klukkan 22 og 23 að kvöldi 11. júní. Lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmyndavélum í þeirri von að einhver geti borið kennsl á þjófana. Á upptökunum sést þegar mennirnir brutu upp dyr inn á lagerinn og gengu síðan beint að kassanum þar sem 10 kíló af safran voru geymd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?