fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ríkasta fólkið verður ríkara í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. júní 2020 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt ástandið sé slæmt og heimsfaraldur kórónuveiru geri flestum erfitt fyrir þá á það greinilega ekki við alla. Margir bandarískir milljarðamæringar sjá auð sinn vaxa dag eftir dag þessar vikurnar á sama tíma og fjöldi fyrirtækja og launþega berst í bökkunum.

Samkvæmt frétt CNBC þá hefur bættu bandarískir milljarðamæringar 434 milljörðum dollara við auð sinn frá miðjum mars þar til um miðjan maí. Á þessum tíma var stór hluti samfélaga víða um heim lokaður vegna heimsfaraldursins.

Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hafa hagnast mest á þessu. Bezos um tæpa 35 milljarða dollara og Zuckerber um 25 milljarða.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem er byggð á gögnum Forbes um rúmlega 600 milljarðamæringa. Skýrslan sýnir hversu mikið stærstu og tæknivæddustu fyrirtækin hafa hagnast í heimsfaraldrinum.

Elon Musk, stofnandi Tesla, var meðal þeirra milljarðamæringa sem jók auð sinn einna mest í prósentum. Nettóvirði eigna hans jókst um 48 prósent á tímabilinu og er nú 36 milljarðar dollara. Auður Zuckerberg jókst um 46 prósent á sama tíma og auður Bezos um 31 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“