fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Myndir sýna fórnarlamb Epstein nudda Bill Clinton

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 17:25

skjáskot- Chauntae Davies að nudda Bill Clinton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birti Daily Mail ljósmyndir sem sýna eitt fórnarlamba Jeffrey Epstein, nudda axlir Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Umræddar myndir eiga að hafa verið teknar árið 2002, en þá var Clinton 56 ára, en Chauntae Davies, sú sem nuddar hann, einungis 22 ára. Umræddar myndir eiga að hafa verið teknar á litlum flugvelli í Portúgal á ferð Clinton, Epstein og fleiri til Afríku árið 2002.

Chauntae Davies hefur ásakað Jeffrey Epstein um að nauðga sér nokkrum sinnum, en Epstein hefur líkt og frægt er orðið verið ásakaður um að halda úti einum umfangsmesta mansalshring sem sögur fara af. Hann lést í fangelsi í fyrra, dánarorsök hans er sögð vera sjálfsmorð, þó eru ekki allir sammála um það.

Davies, lærður nuddari á að hafa starfað sem flugfreyja í ferðalaginu. Hún hefur sagt að það hafi komið sér á óvart þegar að Clinton steig um borð í vélina. Þegar þau stoppuðu á flugvelli í Portúgal hafi fyrrum forsetinn beðið um nudd vegna óþæginda í hálsi. Davies vill meina að Clinton hafi verið „ekkert nema herramaður“ alla ferðina og ekki sýnt neina afbrigðilega hegðun.

Í kvöld á Clinton að fara með ræðu til stuðnings forsetaefni demókrata, Joe Biden, en um þessar mundir fer á ársfundur flokksins fram.

Skjáskot – Önnur mynd af Davies að nudda Clinton
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks