fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Obretetsky, rússneskur milljarðamæringur, lést af völdum áverka sem hann hlaut þegar bifreið var ekið á hann í Surrey á Englandi þann 25. nóvember. Lögregla hefur leitað ökumannsins en án árangurs og útilokar vinur Dmitry ekki að ekið hafi verið á vin hans viljandi.

Dmitry var 49 ára og fæddur og uppalinn í Volgograd. Hann hagnaðist mikið við fall Sovétríkjanna en flutti síðar til Bretlands þar sem hann var búsettur ásamt eiginkonu og syni. Dmitry var úti að ganga með hundinn sinn þegar ekið var á hann, en hundurinn drapst í slysinu.

Í frétt Mail Online er bent á að nokkur fjöldi valdamikilla Rússa hafi látist við dularfullar kringumstæður í Surrey og nágrenni á undanförnum misserum. Badri Patarkatsisvili, Alexander Peripilichnyy og Boris Berezovsky eru nefndir í því samhengi.

Pavel Brovkov, vinur Dmitrys, veltir fyrir sér hvort Dmitry hafi verið ráðinn bani. „Fólk ekur almennt mjög varlega í Bretlandi og ég vil ekki útiloka að hann hafi verið ekinn niður viljandi.“

Lögreglan í Surrey fer með rannsókn málsins og hefur biðlað til hugsanlegra vitna að gefa sig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá