fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Einn sá færasti lést í hörmulegu slysi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brad Gobright, einn færasti klettaklifrari Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað, lést af slysförum í vikunni. Brad var 31 árs gamall og varð slysið á hinu vinsæla El Potrero Chico-svæði í Mexíkó.

Í frétt BBC kemur fram að Brad hafi verið á niðurleið ásamt félaga sínum, Aidan Jacobson, þegar lína sem þeir voru í gaf sig. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig slysið bar að en afleiðingarnar urðu þær að Brad skall til jarðar. Var fallið um 300 metrar að talið er. Aidan komst lífs af úr slysinu en hann lenti í runna á klettasyllu fyrir undan.

Brad var einkar lunkinn klifrari og stundaði hann iðju sína oftar en ekki án reipis og annars öryggisbúnaðar. Hann setti hraðamet á nokkrum leiðum, til dæmis The Nose, þekktum vegg í Yosemite-dalnum í Kaliforníu.

Alex Honnold, klettaklifrari sem fylgst var með í Óskarsverðlaunamyndinni Free Solo, minnist félaga síns með fallegum orðum. „Einstök og falleg sál og einn fárra sem ég naut þess virkilega að eyða dögunum með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni