fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Fyrsta píkusafn heims opnað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. nóvember 2019 07:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsins fyrsta píkusafn (The Vagina Museum) var nýlega opnað í Lundúnum. Undirbúningur opnunarinnar hófst 2017 eftir að safnstjórinn, Florence Shechter, komst að því að mörg reðursöfn væru til, þar á meðal reðursafnið á Íslandi, en ekkert álíka safn væri til sem snerist um kynfæri kvenna.

Til eru rafræn söfn sem fjalla um píkur en nýja safnið er fyrsta safnið sem er til staðar í húsi eins og hefðbundin söfn.

„Píkusafnið er svo mikilvægt því þetta svæði líkamans er svo oft smánað og það hefur raunverulegar afleiðingar eins og að konur skammast sín of mikið til að fara í krabbameinsskoðun. Aðalmarkmið okkar er að berjast gegn því tabúi sem umlykur líkama okkar og koma upp stað þar sem við getum átt opnar og hreinskilnar samræður.“

Segir Shechter.

Það tókst að safna fé meðal almennings til opnunar safnsins en rúmlega 1.000 manns gáfu tæplega 50.000 pund til að hægt væri að koma því á laggirnar.

https://www.instagram.com/p/B4p_BmTBMUF/?utm_source=ig_embed

Fyrsta sýningin á safninu hefur að markmiði að varpa ljósi á þá dulúð sem umlykur kynfæri kvenna, þar á meðal hreinlæti, útlit, blæðingar, kynlíf og getnaðarvarnir. Ýmsar uppákomur verða í tengslum við sýninguna.

Safnið er til húsa í Camden Stables Market á Chalk Farm Road og er opið alla daga vikunnar. Aðgangur er ókeypis en greiða þarf fyrir aðgang að uppákomum í tengslum við sýningar safnsins.

https://www.instagram.com/p/B32HkLpgwMZ/?utm_source=ig_embed

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi