fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Vandi frá vinstri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. júlí 2018 13:00

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Kaffistofunni er hvíslað að hveitibrauðsdagar nýs meirihluta í Reykjavík verða líkast til færri en alla jafna hjá nýjum valdhöfum, þar sem mörgum finnst gamli meirihlutinn sem féll aðallega hafa fengið örlitla andlitslyftingu í boði Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson stjórnar enn öllu eins og hann hefur gert undanfarin ár, fyrst sem formaður borgarráðs og svo sjálfur sem borgarstjóri.

Engum blöðum er um það að fletta, að stjórnarandstaða Eyþórs Arnalds og Vigdísar Hauksdóttur verður harðsnúin og baráttuglöð, en kannski um leið nokkuð fyrirsjáanleg. Það verður líklega ekki erfitt fyrir Dag að skapa stemningu innan meirihlutans til þess að takast á við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk næstu árin.

En það er vandinn til vinstri sem líkast til verður mesta ógn hins nýja meirihluta. Jafnvel banabiti hans. Til vinstri er nefnilega Sósíalistaflokkurinn og það verður líkast til málefnalegt aðhald úr þeirri áttinni sem verður borgarstjórnarmeirihlutanum skeinuhættast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá