fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Pressan

Stórkostleg skilaboð (eða þannig)

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. júlí 2018 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður ekki á verkalýðshreyfinguna logið. Árum saman hefur hún vanrækt að gæta hagsmuna félagsmanna sinna þegar kemur að húsnæðismálum með þeim afleiðingum að metskortur er á húsnæði og fólk á miðlungslaunum og neðar þarf að sætta sig við fokdýrar leiguíbúðir, sé það nógu heppið að hafa nælt í eina slíka.

Þar til nýlega hafa verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir tekið fálega í allar hugmyndir um uppbyggingu ódýrra íbúða. Leigufélagið Bjarg er fyrst núna að hefja framkvæmdir, mörgum árum of seint og ekkert hefur verið gert með ágætar tillögur Helga í Góu um íbúðir fyrir aldraða.

Verkalýðshreyfingin hefur jafnframt algjörlega hlíft vinstri meirihlutanum í borginni þótt öllum beri saman um að lóðaskortur og fyrirhyggjuleysi borgaryfirvalda hafi átt mestan þátt í að magna upp húsnæðisbóluna á höfuðborgarsvæðinu.

Það er nefnilega ekki sama hver á í hlut.

En þegar IKEA tekur sig til og byggir blokk í Garðabæ til að tryggja starfsfólki sínu húsnæði og Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal hlýtur landsathygli fyrir að byggja nýtt og hagkvæmt fjölbýlishús fyrir starfsfólk sitt mætir forysta Alþýðusambandsins í sjónvarpsfréttir og varar við því að starfsfólk leigi hjá vinnuveitendum sínum.

Það þarf alveg sérstaka tegund af hroka og yfirlæti til að kunna ekki að skammast sín yfir ástandinu á leigumarkaði en ráðast þess í stað á þá sem reyna þó að bæta stöðuna og láta hendur standa fram úr ermum.

Fjölbýlishúsið á Bíldudal er það fyrsta sem er byggt í bænum í áratugi. Forysta ASÍ teldi hagsmunum félagsmanna sinna vafalaust betur borgið með því að byggja það ekki.

Er hægt að finna betri sönnun fyrir því að verkalýðsfélögin séu komin algjörlega úr sambandi við hinn venjulega mann — fólkið í landinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum