fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Níu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í flugvél – Eiginkonan grét þegar dómur var kveðinn upp

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prabhu Ramamoorthy, 35 ára indverskur ríkisborgari, var í vikunni dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á sessunauti sínum í flugvél Spirit Airlines-flugfélagsins í janúar síðastliðnum.

Vélin var á leið frá Las Vegas til Detroit þegar Prabhu fór með höndina ofan í buxur konu sem sat sofandi við hliðina á honum og strauk á henni kynfærin. Dómari sagði hegðun mannsins óverjandi en eiginkona hins dæmda sat hinum meginn við ganginn þegar brotið var framið. Hún grét þegar fangelsisdómurinn var kveðinn upp. Þegar afplánun lýkur verður honum vísað úr landi.

Prabhu var handtekinn við komuna til Detroit og í yfirheyrslum hjá fulltrúum FBI játaði hann brotið á sig. Þá sagðist hann hafa reynt að losa brjóstahaldara konunnar. Saksóknarar höfðu farið fram á ellefu ára fangelsisdóm en verjandi Prabhu fór fram á vægari dóm, meðal annars vegna þess að hann hefði orðið fyrir ofbeldi í fangelsi í Bandaríkjunum og ætti útskúfun yfir höfði sér í Indlandi.

Saksóknarar bentu á að Prabhu hefði ekki sýnt minnstu iðrun eftir að hann framdi brotið.

Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málið segir að kynferðisleg áreitni og kynferðisbrot í flugvélum virðist vera vaxandi vandamál. Það mætti rekja til þeirrar staðreyndar að fleiri ferðast með flugi nú en áður, oft er auðvelt að verða sér úti um áfengi og þá er bent á að færri eru í áhöfnum flugvéla en oft áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma