Sex eru í haldi eftir að spænska lögreglan upprætti fíkniefnahring í sólríku borginni Benidorm um helgina. Um er að ræða sex einstaklinga, fjóra Breta og einn Litháa, sem grunaðir eru um að hafa ræktað kannabisefni og selt til ferðamanna. Einnig fannst nokkuð magn af kókaíni.
Hringnum var stýrt úr hjólhýsi á svæði þar sem rúmlega 2.500 ferðamenn gista á hverri nóttu á sumrin. Talið er að hópurinn hafi notað sjö hjólhýsi til ræktunar og geymslu fíkniefna. Upp komst um hópinn þegar rúmlega 60 kíló af kannabisefnum fundust falin í vinnuvél sem flytja átti til Bretlands. Í tilkynningu frá ríkillögreglu Spánar segir að hópurinn hafi fyrst og fremst útvegað fíkniefni til ferðamanna og hafi ætlað að færa út kvíarnar með því að byrja að smygla til Bretlands.