Karlmaður var handtekinn um klukkan 20 í gærkvöldi, að staðartíma, á lóð Hvíta hússins í Washington. Manninum hafði tekist að klifra yfir girðinguna við bústað Bandaríkjaforseta og komast inn á lóðina.
Talsmaður leyniþjónustunnar staðfesti þetta í samtali við wjla.com. Ekki hefur verið skýrt frekar frá málavöxtum og því ekki vitað hvað manninum gekk til.