Yfirvöld í Kaliforníu hafa staðfest að sjálkeyrandi bíll á vegum Apple hafi lent í árekstri nú fyrir stuttu. Bifreiðin, sem er breytt útgáfa af Lexus RX450h lenti í árekstri þegar bifreið keyrð af manneskju klessti aftan á hann. Slysið átt sér stað stutt frá höfuðstöðvum Apple í Kaliforníu. Engin slys urðu á fólki og að sögn yfirvalda var um vægan árekstur að ræða þar sem sjálfkeyrandi bifreiðin var nánast kyrrstæð, eða á um 2 kílómetra hraða þegar ökumaðurinn klessti aftan á hana á um 20 kílómetra hraða.
Apple hefur enn ekki tjáð sig um slysið en fyrirtækið er með 66 sjálfkeyrandi bifreiðar sem þeir eru með í prófunum.