fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Einskonar lækning í sjónmáli fyrir þá sem aldrei gefa stefnuljós

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 1. september 2018 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur farið í taugarnar á mörgum samviskusömum ökumönnum að sjá samborgara sína við stýrið sleppa því að nota stefnuljós. Allur galdurinn er ein lítil hreyfing með fingrinum sem samt virðist vera svo mörgum ökumönnum ofviða.

Nú er í sjónmáli lausn fyrir þá fjölmörgu kærulausu ökumenn sem þráast við að nota stefnuljós. Rafbílaframleiðandinn Tesla er með í þróun búnað sem skynjar það ef ökumenn eru að fara beygja. Svona búnaður myndi vitanlega aldrei virka nema stefnuljósið sé gefið á réttum tíma, áður en ökumaður fer í beygjuna, en ekki þegar hann er byrjaður að beygja. Skynjarinn myndi þá setja stefnuljósið á fyrir ökumanninn og gildir þá einu hvort hann er að fara að skipta um akstursstefnu eða skipta um akrein.

Frekari upplýsingar um þróunina og það hvernig búnaðurinn virkar nákvæmlega liggja ekki fyrir en Tesla er búið að sækja um einkaleyfi, að því er Electrek greinir frá.

Sjálfakandi bílar eru á næsta leiti en Electrek segir að búnaðurinn sé í þróun fyrir mönnuð ökutæki sem hljóta að teljast góð tíðindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi