fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Söguleg ákæra – Ekki hefur verið ákært fyrir brot sem þetta í 200 ár – Skaut úlf – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 21:30

Þessi var skotinn af ósáttum Dana. Mynd:DTU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari á Jótlandi í Danmörku hefur gefið út ákæru á hendur 66 ára manni fyrir að hafa skotið úlf og drepið hann í apríl. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ár sem ákært er fyrir dráp á úlfi í Danmörku en þeir eru alfriðaðir þar í landi sem og víðast í Evrópu.

Lögreglunni barst tilkynning um að úlfur hefði verið skotinn og drepinn á akri nærri Ulfborg. Ekki nóg með það heldur náðist drápið á mynd og má sjá upptöku af því hér fyrir neðan. Sá sem skaut úlfinn sat í bíl og skaut úr honum og ók síðan á brott.

Lögreglan handtók mannin síðar og yfirheyrði og nú hefur hann verið ákærður. Fer saksóknari fram á að maðurinn verði dæmdur í fangelsi fyrir drápið. Auk þess að vera ákærður fyrir drápið á úlfinum er maðurinn ákærður fyrir að hafa skotið úr ökutæki en það er óheimilt.

Skiptar skoðanir hafa verið í Danmörku um innreið úlfa í danska náttúru en þeir „námu“ land á nýjan leik fyrir nokkrum misserum eftir að hafa verið útrýmt snemma á nítjándu öld. Sumir fagna þeim og segja þá hluta af eðlilegri náttúru landsins en aðrir óttast þá mjög og telja að fólki stafi hætta af þeim. Úlfum hefur fjölgað í Austur-Evrópu á undanförnum árum og hafa margir þeirra leitað í vestur til Þýskalands og síðan norður eftir Þýskalandi og þaðan til Danmerkur. Talið er að nú séu á bilinu 20 til 30 úlfar í Danmörku.

https://www.youtube.com/watch?v=NeXhqqJDuPY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum