Þetta kemur fram í Korea Times. Þar segir að markmiðið með banninu sé að taka á hliðarverkunum of mikillar koffínneyslu, þar á meðal svima, mikils hjartsláttar, svefntruflana og taugaveiklunar. Stjórnvöld segja að of mikil koffínneysla geti skaðað líkamlega og andlega heilsu barna.
Yfirvöld óttast að nemendur drekki kaffi til að takast á við álag og heimanám en gríðarlega samkeppni og álag er í skólum þar í landi. Eftir því sem Berkeley Political Review segir er hvergi hærri sjálfsvígstíðni 10 til 19 ára barna og ungmenna en í Suður-Kóreu. Flest sjálfsvígin tengjast stressi vegna mikilla námskrafna en börn eru oft í meira en 16 klukkustundir í skóla á dag og skólaárið er 11 mánuðir.
Að meðaltali drakk hver Suður-Kóreubúi 512 kaffibolla á síðasta ári en það er miklu minna magn en í flestum Evrópuríkjum og Bandaríkjunum.