fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Banna alla kaffineyslu í skólum til að hvetja til hollra lifnaðarhátta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 08:00

Kaffið var saklaust af þessu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóresk yfirvöld ætla að banna alla kaffidrykkju í flestum skólum landsins og nær bannið jafnt til nemenda sem kennara. Þetta er liður í átaki stjórnvalda til að hvetja til hollari lifnaðarhátta. Bannið tekur gildi 14. september í öllum grunn-, gagnfræða- og menntaskólum landsins.

Þetta kemur fram í Korea Times. Þar segir að markmiðið með banninu sé að taka á hliðarverkunum of mikillar koffínneyslu, þar á meðal svima, mikils hjartsláttar, svefntruflana og taugaveiklunar. Stjórnvöld segja að of mikil koffínneysla geti skaðað líkamlega og andlega heilsu barna.

Yfirvöld óttast að nemendur drekki kaffi til að takast á við álag og heimanám en gríðarlega samkeppni og álag er í skólum þar í landi. Eftir því sem Berkeley Political Review segir er hvergi hærri sjálfsvígstíðni 10 til 19 ára barna og ungmenna en í Suður-Kóreu. Flest sjálfsvígin tengjast stressi vegna mikilla námskrafna en börn eru oft í meira en 16 klukkustundir í skóla á dag og skólaárið er 11 mánuðir.

Að meðaltali drakk hver Suður-Kóreubúi 512 kaffibolla á síðasta ári en það er miklu minna magn en í flestum Evrópuríkjum og Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking