Hjónin sögðu honum að þau stunduðu kynlíf reglulega. Konan sagði að kynlífið væri alltaf mjög sársaukafullt en hún léti sig hafa það í þeirri von að hún yrði barnshafandi. Liu taldi því að hún gæti verið með einhvern sjúkdóm í kynfærunum en skoðun leiddi í ljós að svo var ekki en hins vegar sá hann að hún var hrein mey. Hann skoðaði síðan endaþarm hennar og komst að því að hann gat sett þrjá fingur inn í hann. Þá skýrðu hjónin honum frá því að þau stunduðu alltaf endaþarmsmök. Það var því engin furða að það gengi illa að búa til barn.
Guiynag Evening Post segir að Liu hafi látið hjónin fá kynfræðslubók og leiðbeint þeim áður en þau voru send heim. Þetta virðist hafa borið góðan árangur því nokkrum mánuðum síðar var konan orðin barnshafandi og væntir barnsins á næstu mánuðum. Hjónin eru sögð hafa látið Liu vita af þessu og sent honum 100 egg og lifandi hænu í þakklætisskyni.
„Fjögurra ára hjónaband og hvorugt þeirra vissi hvernig átti að verða barnshafandi. Það er sjaldgæft að fólk sé svona fáfrótt.“
Sagði Liu.