fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Algjör tilviljun réði því að upp komst um eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar í Danmörku – 15 tonn af fíkniefnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní á síðasta ári fékk lögreglan í Kaupmannahöfn ábendingu um að hugsanlega væru fíkniefni geymd í húsi einu í borginni. Lögreglan ákvað að kanna þessa ábendingu betur og það má segja að það hafi verið gæfurík ákvörðun. Eitt leiddi af öðru og fleiri húsleitir voru gerðar og meira fannst af fíkniefnum.

Nú hefur ákæra verið gefin út á hendur 43 ára karlmanni vegna málsins. Hann er ákærður fyrir að hafa smyglað 13,8 tonnum af hassi til landsins og 1,3 tonnum af amfetamíni. Þetta er óheyrilegt magn og er þetta eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar í Danmörku.

Við leit í nokkrum vöruhúsum fann lögreglan 365 kíló af amfetamíni og 2,4 tonn af hassi. Ekki tókst að hafa uppi á öllum fíkniefnunum en þau voru flutt til landsins frá því í ársbyrjun 2015 og fram í júní á síðasta ári.

Fíkniefnin voru falin í 3.298 plastrúllum sem voru fluttar til landsins í sex gámum frá Líbanon.

Efnin voru ekki aðeins til dreifingar í Danmörku því hluti þeirra var sendur áfram til Þýskalands og Austurríkis.

Hinn ákærði á allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður