Aftonbladet skýrir frá þessu.
„Ég hélt að ég myndi deyja.“
Sagði fórnarlambið í samtali við blaðið.
Þetta gerðist aðfaranótt 26. júní. Þegar konurnar voru farnar að hrinda hvor annarri missti önnur þeirra skyndilega alla stjórn á sér.
„Hún hélt að ég ætlaði heim með strák og síðan grét hún og öskraði og reif í handlegginn á mér.“
Sagði fórnarlambið. Síðan héldu átök þeirra áfram og enduðu eins og fyrr segir með að hin konan dró þessa niður á lestarteinana og hélt henni þar. Fórnarlambið öskraði á hjálp og komu aðrir farþegar henni þá til bjargar og komu báðum konunum af teinunum.
Málið verður tekið fyrir í rétti í Södertörn í þessari viku. Konan er ákærð fyrir alvarlega líkamsárás.