Sveriges Radio P4 Jönköping skýrir frá þessu. Sá látni var á fimmtugsaldri og er talinn vera frá Rúmeníu. Hann fannst látinn í garði í Huskvarna þann 8. ágúst. Hann bjó í garðinum. Að krufningu lokinni hóf lögreglan morðrannsókn.
Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að manninum hafi verið misþyrmt og hann niðurlægður áður en hann var myrtur. Sænskir fjölmiðlar segja að myndband hafi gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem má sjá manninum misþyrmt.
Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið.