fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun undir aflögðum skyndibitastað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 15:30

Loftmynd af húsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn og tollverðir ráku upp stór augu nýlega þegar þeir rannsökuðu aflagðan skyndibitastað í litlum landamærabæ í Arizona í Bandaríkjunum. Staðurinn var seldur í apríl og hafði ekki verið í rekstri um hríð en áður var KFC þar til húsa. Undir húsinu höfðu verið grafin göng alla leið yfir til Mexíkó en þau voru tæplega 180 metra löng.

Í Mexíkó var gangaopið í íbúðarhúsi. Göngin voru sjö metra djúp og vel gerð með ljósum og veggir og loft styrkt. Gangaopið var falið undir rúmi.

CNN segir að það sé mat yfirvalda að gögnin hafi verið mjög vel úr garði gerð og það hafi tekið eiturlyfjahringinn, sem gerði þau, langan tíma að grafa þau og ganga svona vel frá þeim.

Svona litu göngin út.

Það var þann 13. ágúst sem lögreglan komst á snoðir um gögnin eftir að lögreglumenn höfðu séð mann hegða sér undarlega framan við gamla skyndibitastaðinn. Hann var að bera plastílát inn í húsið. Lögreglumenn handtóku hann og rannsökuðu húsið í framhaldinu með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Í húsinu fundust fíkniefni að andvirði einnar milljónar dollara.

Göngin eru vel gerð.

Þegar enn nákvæmari leit var gerð í húsinu tveimur dögum síðar fundust göngin. Maðurinn sem var handtekinn í upphafi keypti húsið í apríl en það hafði ekki verið í notkun í nokkur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum