Fyrst fjallar hann um væntanlegan árangur hennar í prófum og segir að hún muni væntanlega falla í mörgum fögum. Því næst fjallar hann um frammistöðu hennar sem aðstoðarmanns í fyrirtæki hans. Þar segir hann að hún fari í taugarnar á honum, hlusti ekki á það sem henni er sagt, hangi stöðugt á Facebook, eyðileggi allt, rusli til og sé í raun sama um allt.
Hvað varðar persónulega kosti og galla segir hann að hugsanlegir vinnuveitendur Lauren þurfi að vita að hún sé heimsk, morgunfúl, mæti alltaf of seint og sé almennt illa við fólk.
Ekki er víst að Lauren muni nota þessa ferilskrá þegar hún sækir næst um starf enda verða þá væntanlega ekki miklar líkur á að hún fái starfið.