Málið var tekið fyrir hjá dómi í Hjørring í Danmörku í vikunni. Þar kom fram að maðurinn sendi fyrrum unnustu sinni myndbandið til að sýna henni „hvað móðir hennar hefði gert“. Hann játaði auk þess að hafa hótað fyrrum tengdamóður sinni lífláti.
Hann sagðist hafa tekið kynlíf sitt með tengdamóður sinni upp til að „hafa eitthvað á hana“ því hún hafði að hans sögn lengi komið illa fram við hann og allt að því ofsótt hann sagði verjandi mannsins fyrir dómi.
Maðurinn var dæmdur í 50 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og að hafa hótað fyrrum tengdamóður sinni lífláti.