fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hávær umræða um siðferði – Eignuðust sjötta barnið til að bjarga lífi eldri bróður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 21:00

Densley fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilliahna Densley er aðeins um viku gömul. Hún er yngst sex systkina. Hún kom í þennan heim af þeirri ástæðu einni að eldri bróðir hennar, Fletcher, þarf á beinmerg hennar að halda. Hann er með Wiskott-Aldrich heilkennið sem er banvænn sjúkdómur. Aðeins er hægt að lækna hann með beinmergsskiptum og stofnfrumumeðferð.

Hvorki foreldrar þeirra systkina né þau eru með vefjagerðir sem passa við vefi Fletcher. Alþjóðleg leit að gjafa bar ekki árangur og því ákváðu foreldrar þeirra, Oliva og Andrew Densly, að búa til sinn eigin gjafa. Eftir langan undirbúning, þar sem mörg fóstur voru rannsökuð, og frjósemisaðgerð, sem kostaði sem svarar til rúmlega 10 milljóna íslenskra króna, var Lilliahna sköpuð því vefur hennar passar fullkomnlega við vef Fletcher.

Eftir að hjónin ákváðu að skýra opinberlega frá því að þau hefðu búið til barn til að hægt væri að nota beinmerg úr því til að bjarga lífi Fletcher hefur gagnrýni rignt yfir þau. Þau komu nýlega fram í áströlsku útgáfunni af 60 Mínútum til að verja ákvörðun sína. Þegar Oliva var spurð hvort hún óttist að Lilliahna muni dag einn fyllast óhug yfir að hafa verið búin til til að bjarga lífi bróður síns sagði hún:

„Mér finnst að við getum með góðri samvisku sagt við þetta barn „Já, við eignuðumst þig til að taka hluta af beinmerg þínum en það er jákvætt því við vissum að þú værir í fínu lagi.“

Hjónin hafa ekki aðeins verið gagnrýnd fyrir að hafa búið til barn til eftir pöntun heldur einnig fyrir að hafa haldið áfram að eignast börn vitandi að Oliva er með Wiskott-Aldrich heilkennið. Það eru um helmingslíkur á að börn konu, sem er með heilkennið, fái það.

Sonur þeirra, Cooper, var einnig með heilkennið en bróðir hans, Jackson, var með sömu beinmergsgerð og hann og því var hægt að lækna hann. Þegar hjónin tóku ákvörðun um að eignast fimmta barn sitt voru þau því í engum vafa um að líkurnar á að það myndi fæðast með heilkennið væru miklar. Það reyndist rétt því Fletcher greindist með það fljótlega eftir fæðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi