fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

70 jarðskjálftar á 7 dögum – Er risaskjálfti yfirvofandi?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 06:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir öflugir jarðskjálftar hafa orðið að undanförnum á Kyrrahafssvæðinu, nánar tiltekið á Kyrrahafseldhringnum. Á þriðjudaginn varð skjálfti upp á 7,3 í Venesúela en hann fannst á Trínidad og Tóbagó í Kyrrahafinu og Grenada. Ekkert manntjón varð í skjálftanum og litlar skemmdir. Það gæti hafa dregið úr áhrifum hans að upptök hans voru á miklu dýpi eða 123 km.

Næst var röðin komin að Vanúatú en þar mældist skjálfti upp á 6,7. Lítið var um tjón og ekkert manntjón. Síðan reið skjálfti upp á 6,3 yfir Oregon í Bandaríkjunum og í gær var skjálfti upp á 5,9 í Venesúela. Alls hafa 70 skjálftar mælst á einni viku, flestir hverjir litlir, í Kyrrahafshringnum.

Því hefur verið velt upp í erlendum fjölmiðlum hvort þessir skjálftar séu undanfari enn stærri skjálfta, risaskjálfta, á þessu svæði sem Kyrrahafshringurinn er. Kyrrahafshringurinn er ekki hringur heldur skeifulaga svæði þar sem mikið er af eldfjöllum og flekaskilum. Hringurinn teygir sig í um 40.000 km boga frá Suður-Ameríku til Ástralíu í gegnum vesturríki Bandaríkjanna og Austur-Asíu. Á þessu svæði verða flestir jarðskjálftar á jörðinni þar sem jarðskorpuflekar rekast á.

Lengi hefur verið beðið eftir stórum skjálfta á vesturströnd Bandaríkjanna en ekki er talið útilokað að risaskjálftar verði nærri stórum borgum við Kyrrahafshringinn. Í Kaliforníu er San Andreas sprungan en vitað er að fyrr eða síðar verður stór skjálfti á henni. Um 3.000 manns létust í stórum skjálfta í San Francisco 1906.

Nýlega skrifaði Richard Aster, jarðskjálftafræðingur við Colorado ríkisháskólann, að staðan varðandi jarðskjálfta í Kaliforníu væri alvarlegri en almenningur gerir sér grein fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi