fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024

Fimm mínútna, „sanngjörn“ réttarhöld

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Lyon, bóndi í Bandaríkjunum, fannst látinn á á vegi skammt frá bænum Wilbraham í Hampden-sýslu í Massachusetts í nóvember árið 1805.
Um svipað leyti höfðu tveir Írar, Dominic Daly og James Halligan, átt leið um svæðið á leið til New Haven í Connecticut.
Þegar spurðist um ferðir Íranna hófst að þeim leit og þann 12. nóvember höfðu laganna verðir hendur í hári tvímenninganna í borginn Northampton í Hampshire-sýslu.
Þar var þeim umsvifalaust komið fyrir bak við lás og slá og þeir ákærðir fyrir morð og rán, en sá sem átti heiðurinn af handtökunni fékk í verðlaun 500 dali.

Bandamaður utan fangelsis

Dominic og James sóru og sárt við lögðu að þeir hefðu ekki komið nálægt morðinu á Marcus Lyon. Yfirvöld töldu sig þó ekki þurfa frekari vitna við því þeir voru með öllu ókunnugir á svæðinu og Írar í þokkabót.
Dominic og James þurftu að dúsa í fangelsi næsta hálfa árið, eða svo gott sem, var neitað um lausn gegn tryggingu og ráðgjöf lögfræðings.

Jean-Louis Lefebvre de Cheverus biskup
Lagði sig í líma við að bjarga Írunum tveimur frá gálganum.

Írsku ólánsmennirnir áttu þó einn bandamann utan fangelsisins, séra Jean-Louis Lefebvre de Cheverus, biskup kaþólskra í Boston.

Írskir og kaþólskir

Tveimur sólarhringum áður en réttarhöld hófust yfir Dominic og James fengu þeir að hitta lögfræðing, í byrjun júní árið 1806. Að sögn var nokkuð ljóst að íbúar Northampton deildu áliti ákæruvaldsins um sekt þeirra þegar réttarhöld hófust, Dominic og James voru írskir, kaþólskrar trúar og farandverkamenn eða flakkarar, frekari sannanir þurfti ekki.
Við réttarhöldin höfðu þeir, kannski eðlilega, fátt fram að færa sem staðfest gæti sakleysi þeirra og voru réttarhöldin stutt, í orðsins fyllstu merkingu.

Heilar fimm mínútur

Félagarnir fengu fimm mínútna, „sanngjörn“ réttarhöld, því ekki tók lengri tíma að leiða málið til lykta. Sennilega hefur kviðdómur rétt fengið tíma til að segja sitt. Þann 5. júní, 1806, voru Dominic Daly og James Halligan hengdir í Northampton og ljóst að viðburðurinn trekkti vel. Um 15.000 manns fylgdust með aftökunni.
Síðar var það mat manna að eiginlegar sannanir hefðu verið svo rýrar í roðinu að varla hefði verið ástæða til að ákæra Dominic og James yfirhöfuð.

Uppreisn æru

Séra Jean-Louis Lefebvre de Cheverus lagði sig allan fram, og jafnvel í hættu, í viðleitni til að koma í veg fyrir aftökuna, en hafði ekki erindi sem erfiði. Áður hafði hann veitt þeim sakramenti í fangaklefa þeirra og er talið að það hafi verið í fyrsta skipti sem þjónusta að kaþólskum hætti var veitt í Northampton.
Á degi heilags Patreks árið 1984 sýknaði ríkisstjóri Massachusetts, Michael Dukakis, Dominic Daly og James Halligan af þeirri sök sem þeir voru hengdir fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Magga Frikka leggur upp laupana

Magga Frikka leggur upp laupana
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kristrún með stjórnarmyndunarumboð og ræðir við Þorgerði og Ingu

Kristrún með stjórnarmyndunarumboð og ræðir við Þorgerði og Ingu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Salah býður Liverpool lausn til að róa umræðuna

Salah býður Liverpool lausn til að róa umræðuna
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu