fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023

Hugrekkispróf í Houston: „Ég vildi aldrei bana ættingjum ykkar. Ég neyddist til þess. Ég var í glæpagengi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjudaginn 10. nóvember, 2009, Yosvanis Valle, 34 ára Bandaríkjamaður af kúbversku bergi brotinn, tekinn af lífi með banvænni sprautu í Texas.

Valle hafði verið leiðtogi suðuramerísks gengis og sennilega ekki mjög vandaður pappír. Valle var sakfelldur vegna aðildar sinnar að ránmorði árið 1999 í Houston. Fórnarlambið sem um ræddi var af sama sauðahúsi og Valle. Sá hét Jose „Yogi“ Junco og var 28 ára og þekktur fíkniefnasali af þeim sem hrærðust í þeim kreðsum.

Menn á myrku kvöldi

Að kvöldi 6. júní, 1999, fór Valle við fjórða mann að heimili Junco. Fjórmenningarnir höfðu hist áður og lagt á ráðin um að ræna Junco. Valle stjórnaði aðgerðum og úthlutaði verkefnum til félaga sinna.

Klukkan ellefu komu þeir að húsi Junco. Innan dyra voru Junco og kærasta hans. Það var einmitt kærasta Junco sem heyrði hunda gelta fyrir utan og þegar hún leit út um gluggan sá hún nokkra menn þar á stjákli.

Hún gerði ráð fyrir að þeir vildu kaupa eiturlyf og Junco fór út til móts við mennina.

Slæm viðskipti

Junco var ekki lengi utandyra og óhætt að segja að slæm viðskipti væru í uppsiglingu. Þegar hann kom inn hélt hann höndunum fyrir ofan höfuð og sagði kærustu sinni að horfa ekki á fjórmenningana og einn þeirra setti dulu yfir andlit hennar.

Yosvanis Valle fór fyrir glæpagengi í Texas.

Kærastan gat ekkert séð, en hún heyrði mennina þrátta við Junco um fé og fíkniefni. Síðan heyrði hún átta eða níu skammbyssuskot. Valle og kumpánar hans létu greipar sópa um íbúðina og höfðu upp úr krafsinu kökudós fulla af peningum og dópi auk einhverra ljósmynda sem voru í blautlegri kantinum. Einnig höfðu þeir á brott með sér tvo riffla.

Ánægður með sinn þátt

Að sögn var Valle í skýjunum með sinn þátt í „viðskiptunum“ og þegar félagarnir komu heim í íbúð hans gumaði hann af því að hafa tæmt skammbyssuna í Junco.

En kærustu Junco var ekki alls varnað og tókst að þekkja einn fjórmenninganna í gögnum lögreglunnar og koma henni þannig á sporið.

Þegar Valle heyrði að einn félaga hans hefði verið handtekinn var honum skemmt og sagði það hverjum sem vildi heyra að það hefði verið hann sjálfur „sem skaut Junco.“

Próf í hugrekki

Valle hefði sennilega betur sýnt samverkamönnum sínum meiri tryggð, því eitt helsta vitni ákæruvaldsins síðar var sá sem ók bílnum áður nefnt kvöld, Jose Arenazaz. Réttað var yfir Arenazaz sérstaklega og hann fékk lífstíðardóm.

Síðar kom í ljós að aðförin gegn Junco hafði verið hugsuð sem eins konar prófraun fyrir einn fjórmenninganna, Kenneth Isaac Estrada. Estrada átti að sýna og sanna að hann hefði hugrekki til að skjóta Junco. Rannsókn leiddi í ljós að Estrada hafði skotið Junco einu sinni. 

Viðbót á syndaregistur

Áður en Valle var handtekinn fyrir morðið á Junco hafði honum tekist að bæta á syndaregistur sitt. Tveimur mánuðum eftir að hann skaut Junco til bana sendi hann, í félagi við aðra, þrjá menn inn í eilífðina í gengjatengdum skotbardaga.

Valle mætti örlögum sínum án láta.

Fingraför Valle fundust í bíl sem tengst hafði þeirri skothríð og var hann handtekinn í kjölfarið.

Síðar harðneitaði Valle að hafa banað Junco en talaði fyrir daufum eyrum. Eftir að hafa tapað áfrýjun var ljóst að dauðadómur var staðreynd.

Iðrun á efsta degi

Þar sem Valle beið örlaga sinna í dauðaklefanum talaði hann til þeirra sem myndu verða vitni að síðustu andartökum hans. Þeirra á meðal voru ættingjar eins þeirra sem Valle hafði skotið í gengjaskothríðinni áðurnefndu, Gregory Garcia.

„Ég kenni sjálfum mér um. Ég skelli skuldinni ekki á nokkurn annan. Ég veit af hverju ég greiði þetta gjald. Ég iðrast af öllu mínu hjarta,“ sagði Valle.

Hann bætti síðan við: „Ég vildi aldrei bana ættingjum ykkar. Ég neyddist til þess. Ég var í glæpagengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ásakar umboðsmann leikmanns Manchester United um lygar – ,,Þeir myndu aldrei vilja hann“

Ásakar umboðsmann leikmanns Manchester United um lygar – ,,Þeir myndu aldrei vilja hann“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Móðir og börn hennar í Hveragerði undir linnulausum ofsóknum í síma – „Þetta eru auðvitað bara krakkar en það þarf að stoppa þetta“

Móðir og börn hennar í Hveragerði undir linnulausum ofsóknum í síma – „Þetta eru auðvitað bara krakkar en það þarf að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sonur Signýjar í fráhvörfum vegna heróínfíknar og fær ekki aðstoð – „Ég er farin að hugleiða að ná sambandi við dópsala“

Sonur Signýjar í fráhvörfum vegna heróínfíknar og fær ekki aðstoð – „Ég er farin að hugleiða að ná sambandi við dópsala“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Líkamsárás tengd þorrablóti á Eskifirði

Líkamsárás tengd þorrablóti á Eskifirði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eftir langa ræðu Benedikts til Bjarna kom ráðherrann með óvænt svar – „Ég hafði bara ekki hugmynd“

Eftir langa ræðu Benedikts til Bjarna kom ráðherrann með óvænt svar – „Ég hafði bara ekki hugmynd“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi