fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024

Morðkvendi í Melbourne – Tryggingaféð notað í fjölskyldugrafreit

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernska Mörthu Needle var lituð ofbeldi og illri meðferð. Martha fæddist skammt frá Morgan í Suður-Ástralíu árið 1863. Hún var að sögn blíðlynt barn, en sinni hennar fór ekki varhluta af því ofbeldi sem einkenndi heimilislífið. Ung að árum fór Martha að sýna merki um andleg veikindi, en það kom þó ekki í veg fyrir að hún gengi í hjónaband. Sautján ára að aldri giftist hún Henry Needle í Norður-Adelaide og 1882 fæddist þeim hjónum dóttir, Mabel. Ári síðar fæddist Elsie og árið 1885 kom May í heiminn og sama ár flutti fjölskyldan til Richmond í úthverfi Melbourne.

Martha Needle
Ólst upp við fátækt og slæma meðferð.

Dauðinn knýr dyra

Þann 23. febrúar, 1885, dó Mabel eftir stutt veikindi og sagði Martha að líf hennar hefði „virst dofna“. Síðar innheimti Martha líftryggingu Mabel, 100 pund, andvirði hátt í 100.000 Bandaríkjadala á núvirði.

Liðu nú nokkur ár, en 4. október, 1889, knúði dauðinn dyra í annað sinn. Þá dó Henry úr einhverjum óskilgreindum og dularfullum sjúkdómi og má geta þess að hann var líftryggður fyrir 200 pund.

Hjónin
Martha var 17 ára þegar hún giftist Henry Needle.

Elsie fylgdi föður sínum árið 1890 og síðar sama ár dó May. Læknar voru ráðvilltir og kunnu engar skýringar á öllum þessum dauðsföllum. Martha eyddi nánast öllu tryggingarfénu í veglegan fjölskyldugrafreit sem hún vitjaði tíðum.

Ástarsamband og andlát

Vinur Mörthu frá Adelaide, Louis Juncken, höndlaði, með bróður sínum Otto, með hnakka í Richmond. Árið 1893 tók Martha, sem þá hafði breytt viðbyggingu húss síns í gistiheimili, upp samband við Otto. Þegar þar var komið sögu voru þeir bræður leigjendur hjá Mörthu.

May og Elise
Tvær dætra Mörthu í kringum 1889.

Bræðrum Ottos, áður nefndum Louis og Hermanni, sem bjó í Adelaide, hugnaðist ekki samdráttur Mörthu og Ottos og gerðu þeir hvað þeir gátu til að hindra fyrirhugaða trúlofun þeirra.

Árið 1894 veiktist Louis og andaðist í kjölfarið. Var talið að taugaveiki hefði dregið hann til dauða.

Arsenik í ælunni

Í júní, 1894, fór Hermann frá Adelaide til Melbourne til að ganga frá málum Louis heitins. Hann fékk eðlilega gistingu á gistiheimili Mörthu og eftir að hafa innbyrt máltíð sem hún útbjó fyrir hann fékk hann heiftarlega verki.

Hermann jafnaði sig þó fljótt, en næsta dag endurtók sagan sig eftir að hann hafði borðað morgunverð. Liðu nú tveir dagar og Hermann varð fullfrískur, en þá, að máltíð lokinni, sem Martha hafði framreitt, fékk hann slæma krampa, svo slæma að hann kastaði upp. Hermanni leist ekki á blikuna og lét sækja lækni. Læknirinn, Boyd, tók sýni úr ælunni og viti menn, rannsókn leiddi í ljós að hún innihélt arsenik.

Gripin glóðvolg

Boyd læknir upplýsti lögreglu um niðurstöðuna og viðraði þær grunsemdir sínar að Martha væri ekki öll þar sem hún væri séð. Hermanni var ráðlagt að biðja Mörthu um að útbúa máltíð. Hann gerði það og tók hún vel í beiðnina, en bar honum fyrst tebolla.

Hermann kallaði á lögreglumenn sem höfðu beðið átekta í leyni. Þegar þeir ruddust inn átti Martha bókstaflega í átökum við Hermann um tebollann, sem hún reyndi af fremsta megni að hella úr. Við rannsókn á teinu kom í ljós að það innihélt það mikið af arseniki að það hefði nægt til að drepa fimm manns.

Dánargríma Mörthu
Er til sýnis í gamla Melbourne-fangelsinu.

Sagðist saklaus

Martha var ákærð fyrir morðtilraun og líkamsleifar Louis, Henrys og dætranna þriggja voru grafnar upp. Í öllum tilvikum fannst banvænt magn arseniks í líkamsleifunum og Martha var ákærð fyrir morð.

Martha sagðist saklaus en talaði fyrir daufum eyrum. Réttarhöldin stóðu í þrjá daga, Martha var sakfelld og dæmd til dauða.

Hún var tekin af lífi að morgni 22. október, 1894, og aðspurð hvort hún vildi segja eitthvað að lokum, svaraði hún: „Ég hef ekkert að segja.“

Systursonur hengdur

Þess má til geta að Martha var sú þriðja af fjórum konum sem voru hengdar í gamla Melbourne-fangelsinu.

Systursonur Mörthu
Alexander Newland Lee fylgdi fordæmi frænku sinnar.

Enn fremur var sonur eldri systur Mörthu, Ellenar, tekinn af lífi í Adelaide-fangelsinu þann 15. júlí, 1920. Sá hét Alexander Newland Lee og var dæmdur til dauða fyrir að myrða eiginkonu sína, Muriel, og þrjú börn þeirra, af sjö, með strikníni í apríl það sama ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 10 klukkutímum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spánn: Real Madrid vann El Clasico – Átti þetta mark að standa?

Spánn: Real Madrid vann El Clasico – Átti þetta mark að standa?
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill meina að kossinn umtalaði hafi aldrei átt sér stað: Sást í beinni útsendingu – Sjáðu umdeilt myndband

Vill meina að kossinn umtalaði hafi aldrei átt sér stað: Sást í beinni útsendingu – Sjáðu umdeilt myndband
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna: Valur byrjar á flottum sigri

Besta deild kvenna: Valur byrjar á flottum sigri
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu magnaðar klettaristur í Brasilíu

Fundu magnaðar klettaristur í Brasilíu