fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Hættulegir hugarórar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Ray Underwood heitir maður nokkur frá Purcell í Oklahoma í Bandaríkjunum. Þegar við drepum niður fæti í sögu Kevins, árið 2006, var hann 26 ára, sagður feiminn og vann sem afgreiðslumaður í nýlenduvöruverslun. Hann var virkur á samfélagsmiðlum þess tíma og hélt úti bloggsíðu. Þeir sem lásu færslur hans þar gerðu sér kannski grein fyrir að ekki var allt sem skyldi í kollinum á honum, eða héldu einfaldlega að hann væri með undarlega kímnigáfu.

Eitt sinn skrifaði Kevin: „Ef maður væri mannæta, hverju mundir þú klæðast við kvöldverðinn?“ Hann svaraði spurningunni sjálfur: „Húðinni af aðalrétti gærkvöldsins.“

Kom ekki heim af bókasafninu

Rétt fyrir miðjan apríl, 2006, var auglýst eftir 10 ára stúlku, Jamie Rose Bolin. Hún hafði skroppið á bókasafnið og ekki skilað sér heim. Síðan höfðu liðið nokkrir dagar og Jamie ekki sést síðan.

Jamie tengdist Kevin ekki hætishót nema hvað hún bjó ásamt föður sínum í sama fjölbýlishúsi og hann. Kevin bjó neðar í stigaganginum með rottunni sinni.

Líkamsleifar í bala

Einhverra hluta vegna fékk bandaríska alríkislögreglan, FBI, augastað á Kevin eftir að hún blandaðist í málið. Þann 17. apríl fékkst grunur FBI staðfestur þegar líkamsleifar Jamie fundust í bala inni í fataskáp í svefnherbergi Kevins. Í fataskápnum fann lögreglan einnig kjöthamar og grilltein.

Kevin sýndi engan mótþróa þegar hann var handtekinn, en sagði: „Ókei, handtakið mig. Hún er þarna inni. Ég skar hana í hluta.“

Brenglaðir hugarórar

Á bloggsíðu sinni hafði Kevin lýst sér sem „einhleypum, leiðum og einmana“ manni sem gældi við „hættulega brenglaða“ hugaróra. Ef einhver hafði velkst í vafa um sannleiksgildi þeirra orða heyrði sá vafi sögunni til.

Kevin Ray Underwood
Hafði augastað á nokkrum nágrönnum sínum og Jamie varð fyrir valinu.

Eftir að Jamie hvarf skrifaði Kevin: „Ég óttast að lögreglan komi heim til mín og sjái alla hnífana og sverðin og hryllingsmyndböndin og heimildamyndir um raðmorðingja, og fari að gruna mig.“

Áhugi á mannakjöti

Við réttarhöldin fékk kviðdómur að sjá upptöku með játningu Kevins þar sem hann lýsti atburðarásinni. Hann sagðist hafa narrað Jamie heim til sín þann 12. apríl. Þar hefði hann barið hana í höfuðið með skurðarbretti, kæft hana og síðan misþyrmt henni kynferðislega. Að lokum hefði hann reynt að afhöfða hana með skrauthníf.

Reyndar hafði Kevin haft augastað á öðrum nágrönnum sínum með það fyrir augum að kanna enn frekar óstjórnlegan áhuga sinn á mennsku holdi. Talið var að Jamie hefði orðið fyrir valinu því Kevin taldi að hún yrði auðviðráðanlegri en hinir nágrannarnir.

Bíður banvænu sprautunnar

Verjendur Kevins þrættu ekki fyrir sekt hans og það tók kviðdóm innan við klukkustund að komast að niðurstöðu þar að lútandi. Verjandi lagði hins vegar á það þunga áherslu að Kevin ætti ekki að fá dauðadóm; hann væri andlega vanheill en rétt lyf gætu bætt þar úr.

Verjandanum varð ekki að ósk sinni og dómarinn kvað upp þann dóm að Kevin skyldi tekinn af lífi með banvænni sprautu. Kevin sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp þann 3. apríl 2008. Hann bíður enn banvænu sprautunnar á dauðadeild.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
433
Fyrir 10 klukkutímum

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina

Meistararnir með stórigur – Þróttur sótti þrjú stig í Víkina
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald