fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Heyrnarlausi kötturinn Achilles spáir í úrslit HM

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 11. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fara knattspyrnuáhugamenn heldur betur að setja sig í stellingar fyrir HM í Rússlandi. Eðlilegt er að margir séu löngu farnir að spá í spilin fyrir útkomu keppninnar en þeirra á meðal má nefna heyrnarlausa, bláeygða kattardýrið Achilles, sem notast við eigin hæfileika, enda högninn talinn vera skyggn og klókari en útlit er fyrir.

Aðferð kattarins fer þannig fram að lagðar eru tvær keimlíkar matarskálar fyrir framan dýrið með sitthvorum landsfánanum. Sú skál sem Achilles snæðir fyrst úr mun gefa til kynna hvaða lið mun sigra.

Achilles er búsettur á Hermitage-safninu í Skt. Pétursborg. Kötturinn er víst þjálfaður daglega af dýralækni sínum, Önnu Kasatkina, sem hefur sagt að stærsti kostur dýrsins sé einfaldlega hlutleysi hans, auk þess að Achilles væri með stórbrotið innsæi og sæi með hjartanu.

Achilles hefur áður spáð í útkomur knattspyrnumóta borgarinnar og hefur margsinnis skotið á rétt svar í gegnum árin. Kom því ekki annað til greina en að leggja fyrir honum þá tröllaþraut sem fylgir því að spá í svo stórt mót sem HM.

Fréttamiðillinn Reuters fjallaði um málið, eins og sjá má að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann