fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 11:00

Húsið sögufræga fyrir endurbæturnar sem nú standa yfir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er unnið hart að því að koma húsinu við Víðimel 29 í samt horf. Húsið, oft kallað „kanslarahöllin,“ þykir einstaklega fallegt og er hannað af Einari Sveinssyni arkítekt sem einnig hannaði fjölmarga barnaskóla í borginni, borgarspítalann og sundlaugarnar í Laugardal. Húsið hýsti um langa hríð kínverska sendiráðið. Kínverjarnir þóttu skilja afspyrnu illa við húsið og dróst í mörg ár að selja það. Í átta ár stóð húsið ókynnt. Þannig endast hús ekki lengi. Íbúar vesturbæjar kvörtuðu sáran í áraraðir undan illri meðferð hússins og ástandi þess.

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, keypti húsið á þessu ári og standa nú yfir metnaðarfullar endurbætur á þessari byggingaperlu Reykvíkinga. Vesturbæingar fögnuðu. Af framkvæmdunum að dæma hefur það verið gjörónýtt að innan og mikilla endurbóta er þörf að utan.

En eftir stóð garðurinn. Fölnaði gleði Vesturbæinga talsvert þegar Friðbert felldi stærðarinnar tré í garðinum. Af árhringjum að dæma var tréð líklega nær Jóni forseta í aldri en þeim er þetta ritar. Ætli það fái ekki nýtt hlutverk sem spænir í hesthúsi.

Skapandi eyðilegging er alltaf umdeild, en er hún alltaf nauðsynleg? Í þéttu og grónu hverfi er varla hægt að skapa og skapa, einhverntímann hlýtur að þurfa að eyðileggja líka. Vonandi verður trjáfellingin ekki súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga. Þeir eiga skilið betri eftirrétt en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt leiða kapphlaupið

United sagt leiða kapphlaupið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“

Þetta hafa portúgalskir miðlar að segja um uppákomuna í gær – „Í raun ætti hann að skammast sín“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Mbappe yfirgefur hópinn