fbpx
Laugardagur 24.janúar 2026

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 11:00

Húsið sögufræga fyrir endurbæturnar sem nú standa yfir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er unnið hart að því að koma húsinu við Víðimel 29 í samt horf. Húsið, oft kallað „kanslarahöllin,“ þykir einstaklega fallegt og er hannað af Einari Sveinssyni arkítekt sem einnig hannaði fjölmarga barnaskóla í borginni, borgarspítalann og sundlaugarnar í Laugardal. Húsið hýsti um langa hríð kínverska sendiráðið. Kínverjarnir þóttu skilja afspyrnu illa við húsið og dróst í mörg ár að selja það. Í átta ár stóð húsið ókynnt. Þannig endast hús ekki lengi. Íbúar vesturbæjar kvörtuðu sáran í áraraðir undan illri meðferð hússins og ástandi þess.

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, keypti húsið á þessu ári og standa nú yfir metnaðarfullar endurbætur á þessari byggingaperlu Reykvíkinga. Vesturbæingar fögnuðu. Af framkvæmdunum að dæma hefur það verið gjörónýtt að innan og mikilla endurbóta er þörf að utan.

En eftir stóð garðurinn. Fölnaði gleði Vesturbæinga talsvert þegar Friðbert felldi stærðarinnar tré í garðinum. Af árhringjum að dæma var tréð líklega nær Jóni forseta í aldri en þeim er þetta ritar. Ætli það fái ekki nýtt hlutverk sem spænir í hesthúsi.

Skapandi eyðilegging er alltaf umdeild, en er hún alltaf nauðsynleg? Í þéttu og grónu hverfi er varla hægt að skapa og skapa, einhverntímann hlýtur að þurfa að eyðileggja líka. Vonandi verður trjáfellingin ekki súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga. Þeir eiga skilið betri eftirrétt en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virðist slá á kjaftasögurnar um Cole Palmer

Virðist slá á kjaftasögurnar um Cole Palmer
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Neitað um dvalarleyfi þrátt fyrir að eiga íslenskan föður – Ljósmyndir og skjáskot dugðu ekki til

Neitað um dvalarleyfi þrátt fyrir að eiga íslenskan föður – Ljósmyndir og skjáskot dugðu ekki til
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Heiða gengst við að hafa sent skilaboðin og biður Pétur afsökunar – „Hef einsett mér að gera betur“

Heiða gengst við að hafa sent skilaboðin og biður Pétur afsökunar – „Hef einsett mér að gera betur“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Slátrari sökuð um að hafa myrt kærustu sína, hlutað niður lík hennar og svo grafið það í bakgarðinum

Slátrari sökuð um að hafa myrt kærustu sína, hlutað niður lík hennar og svo grafið það í bakgarðinum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni