fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

„Tökum ekki sénsa með börnin okkar, hlutirnir reddast nefnilega ekki alltaf“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst sextán börn smituðust af e.coli eftir heimsókn á bæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Á bænum geta gestir keypt sér mjólkurís og gætt sér á honum fyrir framan kýrnar sem mjólkin í ísnum kom úr. Þar hefur einnig verið hægt að klappa kálfum. Af þessum 16 börnum hafa þrjú veikst alvarlega. Tvö eru á batavegi en eitt þeirra, fimm mánaða drengur, er þungt haldið. Eigendur Efstadal II segjast miður sín yfir málinu og að gripið hafi verið til heilmikilla aðgerða á bænum. Lokað var á aðgang að dýrum og framleiðsla stöðvuð. Veitingastaðnum var þó ekki lokað, og áfram er tekið á móti gestum og sögðu eigendur að ekki væri hættulegt að sækja bæinn heim. Þetta reddast hefur lengi verið vinsælt stef meðal Íslendinga. Sóttvarna- og landlæknir hafa gefið út að grunur leiki á að smitið hafi borist með ís, en gæti líka hafa borist með snertingu við kálfana. Af hverju ekki að loka staðnum, rétt á meðan rannsóknir fara fram? Til hvers að taka sénsinn, jafnvel þótt hann sé minniháttar, á að fleiri börn leggist alvarlega veik inn á sjúkrahús. Hagnaðartap af því að loka í vikur eða tvær getur ekki mögulega vegið þyngra en líf og heilsa þeirra barna sem sækja bæinn heim. Tökum ekki sénsa með börnin okkar, hlutirnir reddast nefnilega ekki alltaf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur