fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Leiðari

„Geta þær sem hafa sótt um starf á DV rétt upp hönd“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 21. ágúst 2020 21:30

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan ég tók við hafa komið út 20 tölublöð af helgarblaði DV með nýjum áherslum og efnistökum. Ef litið er á forsíður þessara blaða má sjá 13 forsíðuviðtöl við áhuga­verðar konur. Þar af eru eitt blað með tveimur konum á forsíðu og annað með þremur konum á forsíðunni.
Að því sögðu hefur reynst erfiðara að fá konur í forsíðuviðtöl en karl­menn. Þær virðast gagnrýna sig og ritskoða í meiri mæli en karlmenn. Við höfum tekið forsíðuviðtöl við fjölbreyttan hóp merkiskvenna, svo sem ráðherra, forsetafrú, verkfræðing, rithöfunda, kvikmyndagerðarkonur, fjölmiðlakonu, íþróttakonur, samkynhneigðar, gagn­kynhneigðar, fjölskyldukonur, einhleypar konur og baráttukonur. Að því sögðu er líka mikilvægt að ræða við karl­menn því lokatakmarkið hlýtur að vera jafnræði.
Fyrir rúmum áratug sat ég fund hjá Fé­lagi fjölmiðlakvenna. Fyrir svörum sat Reynir Traustason, þáverandi ritstjóri DV. Ein kvennanna spurði af hverju það væru ekki fleiri konur að vinna á DV.
„Þær sækja ekki um,“ svaraði Reynir.
„Af hverju finnur þú þær ekki?“ kallaði þá einhver.
Ég gat ekki á mér setið og kallaði á móti: „Hefur einhver af ykkur sótt um starf á DV og ekki fengið viðtal?“
Engin svaraði.
„Geta þær sem hafa sótt um starf á DV rétt upp hönd,“ bætti ég þá við.
Engin rétti upp hönd.

Flestar konurnar vildu nefnilega að það störfuðu fleiri konur á DV – bara ekki þær sjálfar.

Það er eitt að vilja fleiri konur í valin störf en þær verða að vilja það sjálfar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að kvótar séu fylltir hér og þar ef áhuginn fyrir starfinu er ekki til staðar hjá þeim, sem æskilegt er að sæki um.

Í dag er sem betur fer staðan allt önnur.

Hjá DV og dv.is er meira jafnvægi í kynjaskipt­ingu en gengur og gerist á flestum fjölmiðlum í landinu. Ritstjóri DV, fréttastjóri og sú sem brýtur um blaðið eru konur. Próförkin hjá DV skartar einungis konum. Forstjóri Torgs, sú er stýrir mann­auðsmálum og fjármálastjóri eru konur.  50% rit­stjórnarinnar eru konur.

Ég fæ reglulega gagnrýni á að það sé verið að upp­hefja karlmenn á kostnað kvenna á miðlinum sem ég stýri. Samfélagið í heild þarf sannarlega að rétta stöðu kvenna – en það er mikilvægt að velja sér orrustur svo að þær missi síður marks og það er enginn í stríði gegn konum hér. Þvert á móti.

Ég sem er ritstjóri blaðsins á tvær ungar stúlkur. Í hvaða heimi myndi ég reyna að ýta undir samfélag þar sem hallar enn frekar á þær? Það er óþarfi að sparka í þann sem hleypur þér við hlið með útrétta hönd. Það er leitt þegar þörfin fyrir baráttuna er meiri en fyrir heildstæðan árangur.

Leiðari þessi birtist í helgarblaði DV sem kemur út í dag, 21 ágúst.

 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
Fréttir
Í gær

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu