fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Leiðari

Látið skoða rassinn ykkar

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 10. mars 2019 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðin árlega hefð að marsmánuður snúist að miklu leyti um að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Svokallaður Mottumars hefur fest sig í sessi og er það vel. Sá er þessi orð skrifar hefur fylgst með átakinu af aðdáun í gegnum árin. Þátttaka mín hefur þó fyrst og fremst snúist um móralskan, og stundum fjárhagslegan, stuðning. Ástæðan er sú að ég er taðskegglingur og get því ekki með nokkru móti skartað veglegri mottu nema álímd sé!

Eitt af þeim krabbameinum sem hefur verið að færast í aukana hérlendis er krabbamein í ristli. Í hverri viku greinast fjórir einstaklingar með slíkt krabbamein. Það er umtalsverð fjölgun því ekki fyrir svo löngu voru þrír Íslendingar að greinast með krabbameinið í viku hverri. Þá deyr einn Íslendingur í hverri viku út af ristilkrabbameini. Rétt er að benda á hið augljósa, að ristilkrabbameinið herjar jafnt á bæði kyn.

Þetta er sorgleg þróun því ristilkrabbamein er eitt fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigi og auka þar með verulega líkur á lækningu. Það er gert með skimun hjá meltingarfæralæknum. Mælt er með því að allir sem eru 50 ára eða aldri fara í slíka skimun og þróunin erlendis er á þá leið að ráðlagður aldur fer lækkandi. Einhverra hluta vegna er staðan þó sú að fólk þarf sjálft að hafa frumkvæðið að því að hefja þessa vegferð. Því mættu yfirvöld gjarnan breyta. Það þarf að koma upp einhverju kerfi þannig að fólk sé hvatt til þess að panta sér tíma í ristilskimun.

Á dögunum fór leiðarahöfundur í slíka skimun, langt fyrir aldur fram. Ástæðan var sú að föðurbróðir minn féll fyrir þessari óværu og í okkar hinsta spjalli hvatti hann mig til þess að undirgangast slíka rannsókn. Ég skal glaður játa að ég var talsvert stressaður fyrir öllu ferlinu, bæði sjálfri aðgerðinni og undirbúningnum. Nauðsynlegt var að borða bara tært og fljótandi fæði í tvo daga fyrir aðgerðina. Eins og vigtin á heimili mínu gefur sterklega til kynna þá hef ég ekki misst af máltíð undanfarna áratugi og bjóst því við mikilli prófraun. Þetta reyndist þó vera létt og löðurmannlegt verk. Það er í rauninni öllum hollt að upplifa svengd endrum og eins.

Þá var skimunin sjálf mun skárri en ég hafði gert ráð fyrir. Það var þó kannski ekki hápunktur mannlegrar reisnar að klæðast bláum buxum með hlera aftan á. Ég tók skammti af kæruleysislyfi fagnandi skömmu síðar og síðan vissi ég varla af mér fyrr en skoðuninni var lokið. Þá hysjaði ég upp um mig buxurnar og ég hvet yfirvöld til þess að fylgja fordæmi mínu í þessum málaflokki. Lesendur sem hafa náð 50 ára aldri vil ég eindregið hvetja til þess að panta sér tíma í slíka skimun hið fyrsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir í fyrsta sinn stirt samband við Salah og frægt atvik

Ræðir í fyrsta sinn stirt samband við Salah og frægt atvik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni