fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Leiðari

Þeir eru hinar glötuðu sálir – „Á Litla-Hrauni fer hins vegar fram stórfelld framleiðsla á harðsoðnum glæpamönnum“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 11. janúar 2019 19:55

Fangelsið á Litla Hrauni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér skilst að austur á Litla-Hrauni sé ástandið að nálgast suðumark. Og þar eru fleiri vondir hlutir að gerast. Eiturlyfjaneyslan vex og það er ekkert gert til að sporna gegn henni. Það er ekkert gert til þess að takast á við daglegt líf. Sjónarmið dómsmálaráðherra og fangelsismálastjóra virðist vera einfalt: Þetta eru og verða glæpamenn.“

Þessi klausa er úr leiðara Hrafns Jökulssonar í Alþýðublaðinu, 6. mars árið 1996. Leiðara um bagalegt ástand í fangelsismálum sem Hrafn var kærður fyrir að birta en hann hafði sigur fyrir dómi. Tuttugu árum og tveimur betur hefur lítið sem ekkert breyst. Á aðeins tæpum þremur árum hafa þrír fangar fyrirfarið sér í fangelsum landsins. Á Kvíabryggju, fangelsinu á Akureyri og nú á Litla-Hrauni. Við leyfum Hrafni að fá orðið aftur.

„Á Litla-Hrauni fer hins vegar fram stórfelld framleiðsla á harðsoðnum glæpamönnum. Óharðnaðir unglingar ganga í akademíu síbrotamanna og vona að einhvern tíma öðlist þeir sjálfir doktorsnafnbót í glæpamennsku. Sálfræðilegri eða félagslegri aðstoð er ekki fyrir að fara nema í mýflugumynd. Mér er sagt að fangapresturinn geri sitt besta, en hann má sín ekki mikils, af því að hið opinbera lítur ekki á heimilismenn á Litla-Hrauni sem borgara í samfélaginu. Þeir eru hinar glötuðu sálir.“

Í dag er fólk með geðsjúkdóma og fíknisjúkdóma vistað í fangelsum landsins. Það er lítið amast við því að fólk með þessa sjúkdóma heyri undir dómsmálaráðuneytið en ekki heilbrigðisráðuneytið. Það er þegjandi samþykkt. Ekki nóg með það þá eru algerlega óviðunandi sálfræðimeðferðir og geðlæknisþjónusta í boði.

Fyrir tveimur árum sagði Haraldur Erlendsson, geðlæknir á Litla-Hrauni, starfi sínu í fangelsinu lausu. Ástæðan var sú að hann gat ekki einn sinnt öllum föngunum. Vandamálin þar inni voru mörg og mismunandi. Fíkn, þunglyndi, persónuleikaröskun, kvíði, athyglisbrestur og fleiri sjúkdómar. Mikil sjálfsvígshætta og áhætta á andlegum vandamálum tíföld miðað við það sem gengur og gerist úti í samfélaginu. Litla-Hraun er ekki einsdæmi. Þegar fangi svipti sig lífi í fangelsinu á Akureyri vorið 2017 hafði sálfræðingur ekki stigið þar inn fæti í tvö ár. Þetta er gömul saga og ný. Helsta vandamálið er að þessir einstaklingar eiga ekki að vera þarna inni heldur á viðeigandi stofnunum og hljóta viðeigandi meðferð.

Þessi harmur sem birtist okkur fréttum um sjálfsvíg fanga er auðvitað aðeins angi af því allsherjar klúðri sem íslensk geðheilbrigðismál eru. Við sem samfélag erum ítrekað að bregðast veiku fólki. Við vitum öll innst inni að þessi mál eru ekki í lagi, margoft hefur verið bent á þetta í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og annars staðar.

Það þarf að taka allt geðheilbrigðiskerfið til gagngerrar endurskoðunar og dómskerfið samhliða því. Veikt fólk á ekki heima í lokuðu rými með ofbeldismönnum, nauðgurum og harðsvíruðum glæpamönnum. Þangað til yfirvöld skilja það mun ekki líða á löngu þar til önnur harmafregn úr fangelsum landsins birtist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Flugfarþegar á leið frá Íslandi til vandræða tvo daga í röð

Flugfarþegar á leið frá Íslandi til vandræða tvo daga í röð
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis