fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Leiðari

Hífum íslensk stjórnmál upp úr ruslflokki þöggunar og yfirhylmingar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 8. júlí 2018 15:00

Íslenskir stjórnmálamenn, fyrir og eftir kosningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þið hafið öll séð Gremlins, er það ekki? Þið munið, myndin með Gizmo, sætasta bangsakrútti heims, sem purraði, dansaði og var svo æðislegur að mann langaði til að borða hann. Svona eru allir stjórnmálamenn fyrir kosningar. Brosandi, einlægir, indælir og algjör krútt. Alltaf til taks og tilbúnir að gefa af sér. Þeir elska okkur og við elskum þá.

En síðan koma kosningar og þá er eins og Gizmo fái á sig vatnsgusu. Og þið munið hvað gerist þá? Jú, drýslarnir mæta á svæðið, grænleitir, slímugir, illa tenntir og illa innrættir. Drýslarnir eru stjórnmálamenn flesta aðra daga.

Þeim er slétt sama um okkur og það sem þeir gera kemur okkur ekki við. Fjölmiðlar hætta að vera verkfæri fyrir þá og verða þess í stað eins og pirrandi mý sem þeir reyna að slá í burtu eða setja á sig fælandi krem til að losna við. Þegar óþægileg mál koma upp og skýið af mýflugum orðið of þykkt þá fara þeir inn í hús og loka á eftir sér. Þeir koma ekki aftur út fyrr en flugurnar eru farnar og vonast eftir því að málið sé gleymt og grafið.

Það er starf okkar mýflugnanna að fá skýringar og upplýsingar frá þessum drýslum en það er lýjandi verk. Ritarinn bendir á aðstoðarmaninn og aðstoðarmaðurinn bendir á skrifstofustjórann og skrifstofustjórinn bendir á mannauðsstjórann. Að lokum fær maður samband við upplýsingafulltrúann, sem er eitt mesta rangnefni á stöðugildi sem fyrirfinnst. Stjórnmálamaðurinn eða embættismaðurinn sem flugan litla er að reyna að ná í er einhverra hluta vegna alltaf á fundi, eða á leiðinni á fund, eða í fríi eða bara „ekki í húsinu“.

Nýlegt dæmi er flótti Svandísar Svavarsdóttur undan umfjöllun DV um geðheilbrigðismál sem og önnur aðkallandi mál sem heyra undir hennar ráðuneyti. Í tveimur síðustu blöðum hefur blaðið sagt frá ungmennum með geðræn vandamál sem kerfið hefur brugðist með skelfilegum afleiðingum. Eftir að hafa loksins fengið viðtal við ráðherrann var beðið um spurningar til að Svandís gæti undirbúið sig undir viðtalið. Þegar í ljós kom að ræða ætti óþægileg mál eins og sumarlokanir geðdeilda, biðlista, skort á hjúkrunarfræðingum og fleira var viðtalinu skyndilega frestað … fram á haust.

Þetta er dæmi um mjög óþægileg mál fyrir ráðherrann. En það er ekki boðlegt í lýðræðissamfélagi að stjórnmálamenn, sem starfa í okkar umboði og fyrir okkur, geti falið sig fyrir fjölmiðlum sem hafa þá einu skyldu að upplýsa fólk um málefni líðandi stundar.

Nýlega skrifaði Brynjar Níelsson stafkrók um að fjölmiðlar væru „veikasti hlekkurinn í íslensku samfélagi“. Að þeir væru í „ruslflokki“ og hlutdrægir. Reynslan er hins vegar sú að ef stjórnmálamaður flýr umræðuna, flýr fjölmiðla og neitar að gefa upplýsingar þá hefur hann eitthvað að fela. Eitthvað sem hann vill ekki að almenningur viti eða sem mjög erfitt er að svara fyrir.

Við megum ekki leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með þetta lengur. Hífum íslensk stjórnmál upp úr ruslflokki þöggunar og yfirhylmingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu