fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Leiðari

Hið örlagaríka kvöld

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og glöggt má sjá á síðum helgarblaðs DV þá er fókus almennings og blaðamanna enn á Klausturmálinu svokallaða og eftirmálum þess. Það er eðlilegt enda er málið fordæmalaust með öllu í íslenskri stjórnmálasögu. Eins og staðan er núna virðast allir þingmennirnir ætla að freista þess að hanga á þingsætum sínum eins og hundar á roði. Vandséð er hvort það sé skynsamlegasti leikurinn í stöðunni.

Það er eftirtektarvert að sjá þróunina á tilsvörum þingmannanna. Fyrstu viðbrögð Gunnars Braga Sveinssonar var að hlægja og gera lítið úr fyrirspurn blaðamanns DV um Klausturupptökuna. „Mér finnst það óskaplega skítlegt af þér sem fjölmiðlamanni að ætla að fara að nýta þér það,“ sagði Gunnar Bragi þegar hann var spurður út í upptökurnar. Hljóðið í honum átti þó eftir að breytast þegar alvarleiki málsins varð honum ljós.

Og alvarleiki málsins er mikill. Þjóðin er agndofa yfir þeim orðum sem sumir þingmennirnir létu falla þetta örlagaríka kvöld. Bergþór og Gunnar Bragi voru sýnu verstir og vandséð er að þeir eigi afturkvæmt úr leyfi sínu frá Alþingi. Karl Gauti og Ólafur úr Flokki Fólksins létu fá, ef nokkur, ósæmileg orð falla þó að ummæli þeirra um leiðtogahæfileika Ingu Sæland hafi gert það að verkum að þeim var ekki vært í Flokki fólksins. Líklega lifa þeir félagarnir af út kjörtímabilið sem þingmenn þó að þeir séu verulega laskaðir.

Staða Sigmundar Davíðs og Önnu Kolbrúnar er síðan ansi flókin. Sigmundur Davíð sat lengi að sumbli með þeim Bergþóri og Gunnari Braga og lét sér vel líka groddaralegur talsmáti þeirra. Ég dreg það ekki í efa að hann hafi oft orðið vitni af grófari talsmáta meðal annarra þingmanna. Vandamálið er að hann var gripinn í bólinu og það að benda á aðra er málsvörn sem hæfir leikskólabörnum. Enn verri voru fyrstu viðbrögð hans þar sem ábyrgðinni var varpað á Marvin, Báru Halldórsdóttur, sem tók samtal þingmannanna upp, og dregin upp langsótt samsæriskenning. Höggið sem Lilja Alfreðsdóttir veitti Sigmundi og félögum hans í Miðflokknum í vikunni var þungt. Sigmundur brást við með því að koma loksins með einlæga og mannlega afsökunarbeiðni. Hann hefði þó mátt sleppa því að varpa hluta ábyrgðarinnar yfir á Lilju sjálfa. Líklega á Sigmundur Davíð eftir að þráast við í einhvern tíma en líklega er best fyrir hann og Miðflokkinn að hann stígi til hliðar. Hann getur svo freistað þess að mæta auðmjúkur til leiks í næstu kosningum og reynt að endurnýja umboð sitt ef hugur hans stendur til þess.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefur síðan verið eins og lauf í vindi. Einn daginn algjörlega miður sín og íhugar afsögn en þann næsta gerði hún ekkert rangt. Það skal enginn gleyma því að Anna Kolbrún byrjaði á því að uppnefna Freyju Haraldsdóttur sem „eyju“ auk þess sem hún kallaði meðal annars Oddnýju G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, „ræfil“. Hún lifir í sjálfsblekkingu ef hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt þetta kvöld.

Áhugavert verður að sjá hvernig málið þróast á næstu dögum og vikum. Sérstaklega eftir að Bára ákvað að stíga fram. Vonandi verður þó umræðan til þess að þjóðfélagsumræðan færist á hærra plan. Við þurfum sárlega á því að halda.

Leiðari helgarblaðs DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gjaldþrota en þarf samt að borga námslánið

Gjaldþrota en þarf samt að borga námslánið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum