fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Leiðari

2019 verður að vera betra

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er einhver fjandans grámygla yfir öllu. Köld, blaut og snjólaus jól eru að baki og annar hver maður flúði til útlanda til að þurfa ekki að horfast í augu við tilbreytingarlausan drungann. Hvað tekur svo við? Jú, rakettukaup, sem áður voru okkar helsta þjóðarskemmtun, en eru nú orðin að þrætuepli. Þeim sem ekki kaupa af björgunarsveitunum er brigslað um landráð og þeir sem skjóta upp rakettum yfirhöfuð eru vændir um umhverfisspjöll og dýraníð.

Þegar gamlárskvöld kemur dreypum við á ódýru freyðivíni og kveikjum jafnvel í vindli til hátíðarbrigða. Annálarnir rúlla og við hugsum: Djöfull var þetta ómerkilegt ár. Skaupið er líka lélegt. Svo er orðið mjög kalt úti og krakkarnir orðnir allt of þreyttir til að skjóta upp flugeldum. Væl og skæl út í eitt. Svo strengjum við áramótaheit sem við vitum að við munum aldrei geta staðið við. Byrja í ræktinni? Endist í tvær vikur í mesta lagi. Hætta að reykja? Tyggjó í viku og svo fall. Gleðilegt nýtt ár, 2019 verður að vera betra.

Hvernig væri nú að slaka aðeins á? Hætta að gera svona miklar kröfur? Við þurfum ekki að vera höfðatöluheimsmeistarar í öllu, eiga allt og geta allt. Lífið þarf ekki að vera eitt stórt partí. Það sem skiptir kannski mestu máli er að það þurfa ekki allir að vera sammála okkur.

Við lifum á öld þar sem við erum í stöðugu kapphlaupi við hvert annað. Við erum einnig í stöðugu talsambandi við hvert annað. Línan er laus, alltaf og um öll málefni. Sama hvort það sé við einhvern sem við þekkjum eða bláókunnugt fólk. Við setjum líf okkar í sýningarglugga og verjum okkar lífsstíl og okkar skoðanir með kjafti og klóm á hverjum degi. Ef einhver einhvers staðar mælir hnjóðsyrði um einhvern eða eitthvað sem við stöndum með, verðum við reið, pirruð og sár. Þetta getur eyðilagt daginn eða vikuna.

Svona rúllar þetta allt árið. Gamall karl setur fram ósmekklega athugasemd um hárgreiðslu stjórnmálakonu og samfélagið fer á hliðina. Einhver nefnd frá borginni skilar kyngreindri skýrslu og hver miðaldra karlinn á fætur öðrum stífnar upp af bræði. Ungar grænmetisætur ákveða að eyða eftirmiðdegi í að mótmæla við Sláturfélag Suðurlands og kjötæturnar flykkjast að til að mótmæla mótmælendunum.

Við gerumst öll sek um að láta smámál fara í taugarnar á okkur. Verða reið, jafnvel hamstola yfir einhverju sem skiptir okkur sjálf nákvæmlega engu máli. Þegar rykið er sest virðast mörg þessara mála ansi hjákátleg og beinlínis fyndin. Ekki aðeins málin sjálf heldur það moldviðri sem skapaðist vegna þeirra. Eftir heilt ár af upphlaupum og tryllingsköstum erum við hvekkt og uppstökk í jóla- og áramótaveislunum.

Eigum við ekki að reyna að strengja það áramótaheit að slaka svolítið á á næsta ári? Ekki brjálast í næsta skipti sem Páll Vilhjálmsson eða Hildur Lilliendahl setja fram einhverja staðhæfingu sem samrýmist ekki okkar lífsskoðunum. Hlæja frekar að því eða lesa eitthvað annað. Kannski endist það áramótaheit ekki lengur en þessi hefðbundnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn

Björn Jón skrifar: Gríski menntaandinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Virðist ekki vilja snúa aftur í þjálfun eftir síðustu tvö störf – ,,Mér líður vel í sjónvarpi“

Virðist ekki vilja snúa aftur í þjálfun eftir síðustu tvö störf – ,,Mér líður vel í sjónvarpi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta